Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Guðbergur er fastur um borð í stjórnlausum Baldri: „Það veit enginn neitt hérna um borð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er óskiljanlegt, hér eru þrjú skip og 30 manns en ekkert gengur. Það er búið að taka á annan klukkutíma að koma taug yfir í Árna Friðriksson. Með sama áframhaldi verðum við varla í landi fyrr en a morgun,“ segir Guðbergur Guðnason bifreiðastjóri frá Flateyri.

Guðbergur er einn farþega um borði í Breiðafjarðarferjunni Baldri sem nú rekur stjórnlaus um Breiðafjörð eftir að túrbína við aðalvélskipsins brotnaði og stöðvaði vélina. „það er ekkert að veðri hérna, skyggnið alveg full sjómíla held ég, gott í sjóinn en vindur og éljagangur. Það er björgunarbátur hérna að reyna að koma enda á milli Baldurs og Árna Friðrikssonar en eitthvað er þetta ekki að ganga. Ég er svo sem ekki sjómaður en mér þykir vanta eitthvað á vinnubrögðin.“

Ljóst er langt er í að Baldur nái höfn og farþegar og áhöfn verði að láta fara vel um sig og taka því sem að höndum ber. Þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu og varðskipið Þór á fullri ferð til hjálpar Baldri. Guðbergur segir ekki mikið að hafa um upplýsingar um stöðu mála enda virðist enginn vita neitt. „Það veit enginn neitt hérna um borð, varla hvað þeir eru að gera. Ég spurði kokkinn hvort ekki yrði boðið upp á kvöldmat en hann sagði að enn hefði ekki verið tekin afstaða til þess en þeir bjóða frítt kaffi“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -