Sunnudagur 3. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Guðrún endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Hafsteinsdóttir var endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins.

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís, endurkjörin formaður með 95,90% greiddra atkvæða. Guðrún verður formaður Samtaka iðnaðarins fram til Iðnþings 2020. Alls gáfu sjö kost á sér til almennrar stjórnarsetur og var kosið um fjögur sæti. Guðrún var fyrst kjör­in formaður sam­tak­anna árið 2014.

Þeir sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari
Guðrún Halla Finnsdóttir, verkefnastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls
Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls í Fjarðabyggð
Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV
Sigurður situr áfram í stjórn en nýir eru Ágúst Þór, Guðrún Halla og Magnús Hilmar. Úr stjórn fara Katrín Pétursdóttir – Lýsi, Lárus Andri Jónsson – Rafþjónustan og Ragnar Guðmundsson – Norðurál.

Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:
Árni Sigurjónsson – Marel
Birgir Örn Birgisson – Pizza-Pizza
Egill Jónsson – Össur
María Bragadóttir – Alvogen Iceland
Valgerður Hrund Skúladóttir – Sensa

Íslenskur iðnaður í fortíð, nútíð og framtíð var yfirskrift Iðnþingsins og var þess minnst að 25 ár eru liðin frá stofnun Samtaka iðnaðarins.

Á þinginu fluttu ávörp Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er ekki bara að Samtök iðnaðarins fagni 25 ára afmæli á þessu ári, Samtök atvinnulífsins fagna 20 ára afmæli og Landssamtök lífeyrissjóða fagna 50 ára afmælis lífeyriskerfisins. Það hefur mikið áunnist á þessum tíma. Alvöru árangur sem við þurfum að standa vörð um,“ sagði Guðrún meðal annars í ávarpi sínu.

- Auglýsing -

Mynd / Samtök iðnaðarins

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -