• Orðrómur

Guðrún endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Guðrún Hafsteinsdóttir var endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins.

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís, endurkjörin formaður með 95,90% greiddra atkvæða. Guðrún verður formaður Samtaka iðnaðarins fram til Iðnþings 2020. Alls gáfu sjö kost á sér til almennrar stjórnarsetur og var kosið um fjögur sæti. Guðrún var fyrst kjör­in formaður sam­tak­anna árið 2014.

Þeir sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari
Guðrún Halla Finnsdóttir, verkefnastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls
Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls í Fjarðabyggð
Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV
Sigurður situr áfram í stjórn en nýir eru Ágúst Þór, Guðrún Halla og Magnús Hilmar. Úr stjórn fara Katrín Pétursdóttir – Lýsi, Lárus Andri Jónsson – Rafþjónustan og Ragnar Guðmundsson – Norðurál.

- Auglýsing -

Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:
Árni Sigurjónsson – Marel
Birgir Örn Birgisson – Pizza-Pizza
Egill Jónsson – Össur
María Bragadóttir – Alvogen Iceland
Valgerður Hrund Skúladóttir – Sensa

Íslenskur iðnaður í fortíð, nútíð og framtíð var yfirskrift Iðnþingsins og var þess minnst að 25 ár eru liðin frá stofnun Samtaka iðnaðarins.

Á þinginu fluttu ávörp Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er ekki bara að Samtök iðnaðarins fagni 25 ára afmæli á þessu ári, Samtök atvinnulífsins fagna 20 ára afmæli og Landssamtök lífeyrissjóða fagna 50 ára afmælis lífeyriskerfisins. Það hefur mikið áunnist á þessum tíma. Alvöru árangur sem við þurfum að standa vörð um,“ sagði Guðrún meðal annars í ávarpi sínu.

- Auglýsing -

Mynd / Samtök iðnaðarins

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Sigríður og Halldór giftu sig á Kvenréttindadaginn

Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, og Hall­dór Hall­dórs­son, for­stjóri Íslenska kalkþör­unga­fé­lags­ins ehf. og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi, giftu sig laugardaginn...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -