Laugardagur 20. júlí, 2024
8.1 C
Reykjavik

Guðrún segir að von sé á nýjum heimsfaraldri: „Langlík­legastur er heims­far­aldur in­flúensu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guð­rún Aspelund sótt­varna­læknir segir að bar­áttan við Co­vid-19 sé ekki búin.

Hún segir einnig að sé von á nýjum heims­far­aldri sem að öllum líkindum verði inflúensa; Guðrún nefnir að það sé ekki spurning hvort heldur hve­nær næsti heims­far­aldur gangi yfir:

„Við eigum alveg örugg­lega von á ein­hverju,“ segir Guð­rún í ­þættinum Manna­mál sem fer í loftið í kvöld á Hring­braut.

Í þættinum fer Guðrún yfir mögu­lega heims­far­aldra sem mann­kynið þarf að kljást við á næstu árum; en vegna lofts­lags­breytinga sem og hlýnunar jarðar sé mögu­leiki á að illvígar pestir sem herji á heitari lönd færi sig yfir til kaldari landa; má þar nefna smit­sjúk­dóma er fylgja moskító.

Þá megi allt eins búast við nýju af brigði af fugla­flensu, sem berst ekki bara úr dýrum í fólk, eins og gerist nú, heldur einnig á milli fólks. Segir Guðrún að slík af­brigði verði að taka mjög al­var­lega; hún segir bar­áttuna við Co­vid-19 alls ekki að baki, enda greinast ennþá um 20 til 30 einstaklingar á dag.

- Auglýsing -

En hvað er þá líklega að fara að gerast?

„Lang­lík­legastur er heims­far­aldur in­flúensu,“ segir Guð­rún og nefnir að lík­lega muni pestin fylgja mann­kyninu um ó­komin ár.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -