Laugardagur 13. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Gunnar Smári hraunaði yfir Samtök iðnaðarins – „Hjá ykkur hefur hver króna eitt atkvæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári mætti gunnreifur á kosningafundi Samtaka Iðnaðarins í Hörpu í gær. Lét hann Sigurð Hannesson, framkvæmdarstjóra samtakana heyra það.

Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, steig í pontu til að svara spurningu sem Sigurður hafði borið upp til allra frambjóðenda, sem snéri að því hver stefna þeirra flokka væri hvað snerti atvinnulífið og þá sérstaklega þau fyrirtæki sem samtökin standa fyrir. Var Gunnar Smári ekki á því að svara þessari spurningu og útskýrði hvers vegna.

Hann sagði að nú væri verið að ganga til þingkosninga sem sé lýðræðisvettvangurinn, valdið væri almennings og að ríkisvaldið væri framkvæmdararmur þess. Þá sagði Gunnar Smári sinn flokk, Sósíalistaflokkinn byggja stefnu sína á fjöldahreyfingum á borð við BSRB, ASÍ og Öryrkjabandalaginu, „það eru lýðræðisleg samtök þar sem hver maður hefur eitt atkvæði, Samtök Iðnaðarins eru ekki slík samtök. Þau eru ekki lýðræðisleg samtök.“

Sigurður spurði þá hálf móðgaður „hvað hefurðu fyrir þér í því, af hverju segirðu það Gunnar?“ Gunnar Smári svaraði því til að í Samtökum Iðnaðarins hefði „hver króna eitt atkvæði. Þannig að þeir sem eru fjárhagslega sterkastir fara með völdin í ykkar félagi. Þið kallið ykkur Samtök iðnaðarins en þið eruð ekki samtök til dæmis Hassans sem rekur saumaverkstæði á Hverfisgötu og sem gerði við úlpuna mína. Heldur eruð þið fyrst og fremst að reka hagsmuni þeirra allra fjársterkustu.“

Sigurður Hannesson reyndi að malda í móinn og sagði að Hassan gæti fengið inngöngu inn í samtökin og fór að útskýra hvernig hann gæti það en Gunnar Smári bað aftur um orðið og sagði „þið fenguð hér að messa yfir okkur áðan eins og skólastjórar að taka nemendur í kennslustund.“

Áfram hélt Gunnar Smári að predika yfir Sigurði „Ég er að benda á að stjórnmál snúast ekki um að Samtök iðnaðarins eða Samtök atvinnulífsins, samtök þeirra sem fara með völd í samfélaginu, fjársterkustu aðilana í íslensku samfélagi, komi og setji stjórnmálafólk í einhverja kennslustund og spyrji: Ert þú fylgjandi tækifærunum? Og rétta mann bækling sem er sá dýrasti þessarar kosningabaráttu þar sem þið eruð að fara fram á ríkisstyrki, skattaafslætti.“

- Auglýsing -

Þarna greip Sigurður fram í fyrir Gunnari Smára og sagðist ekkert kannast við þetta. Gunnar Smári lét þetta innskot ekki á sig fá og hélt áfram „Ef maður myndi bera þetta saman við hógværar kröfur Öryrkjabandalagsins sem er að biðja um að fá að borða út mánuðinn.“ Sigurður greip þá orðið aftur og þakkaði honum fyrir svarið og bætti við „þú ert ekki maður tækifæranna.“ Lét Gunnar Smári sem hann hefði ekki heyrt þetta og sagði Samtökin vera með kröfur sem „eru mörgum milljörðum hærri en kröfur þessa fólks, þið eruð fyrst og fremst að tala fyrir hönd einhverra hundrað manna.“ Sigurður svarar þá „við erum reyndar með 1400 félagsmenn en allt í lagi.“

Gunnar Smári sagði þá að honum þætti leiðinlegt að vera ósammála honum en það væri óþarfi fyrir Sigurð að móðgast yfir því, „ég er ekkert móðgaður þó þú segir skoðanir sem ég er ósáttur við.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -