Mánudagur 9. desember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Gústaf bróðir Brynjars segir Sólveigu Önnu ekki vilja semja heldur „valda sem mestu tjóni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gústaf Níelsson – bróðir Brynjars – ritar nokkur orð um kjaradeilu Eflingar og SA, og virðist lítt hrifinn af Sólveigu Önnu Jónsdóttur verkalýðsleiðtoga og baráttukonu.

Svo mælir Gústaf:

„Sólveig Anna er verkalýðsforingi lýsingarorðanna og úreltrar verkalýðsbaráttu. Henni er í nöp við hið svokallaða auðvaldsþjóðfélag og hefur ekki í hyggju að semja um kaup og kjör; frekar að valda sem mestu tjóni.“

Sólveig Anna Jónsdóttir. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Honum þykja aðferðir og hugmyndafræði Sólveigar Önnu í kjaradeilunni vera lítt vænlegar til árangurs fyrir samfélagið allt hérna á klakanum:

„Það er í anda þeirrar hugmyndafræði sem hún starfar eftir, enda lítur hún svo á að félagsmenn hennar hafi þjóðfélagið í hendi sér. Henni greinilega yfirsést að nútíma þjóðfélag er samansett af mörgum tannhjólum og mörgum keðjum og sannleikurinn er sá að bresti eitt tannhjólið eða keðjan, bregst allt gangverkið.“

Lokaorðin:

- Auglýsing -

„Allar stéttir hafa „þjóðfélagið í hendi sér“, ef því er að skipta. Legg ég til að stjórnvöldin grípi strax í taumana með lagasetningu og svo má fara í það verkefni að koma skikki á „leikskólann“. Verkbannshugmynd SA er vanhugsuð og mun valda gríðarlegu tjóni og æra óstöðugan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -