Fimmtudagur 5. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Handknattleikssamband Íslands tekur mestan skellinn – Styrkveiting til HSÍ lækkar á milli ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýútgefni frétt frá Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) segir að samþykktar hafa verið tillögur stjórnar Afreksjóðs ÍSÍ fyrir 2023 og nema styrkveitingar ársins 535 milljónum króna. Í fyrra voru veittar 543 milljónir og hefur því heildarstyrkveitingin frá sjóðunum lækkað um 8 milljónir.

Í ár hreppir Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hæstu styrkveitinguna eða 82,6 milljónir króna en er það fjórum milljónum lægri upphæð en árið 2022. HSÍ tekur þar með við helmingi heildarlækkunar styrkveitingarinnar frá Afrekssjóði ÍSÍ.

Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ er 392 m.kr. vegna verkefna ársins 2023, en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ.  Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 33 sérsamböndum. 32 sérsambönd hljóta að þessu sinni styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna og er um misháar upphæðir að ræða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -