Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hannes sviptur læknaleyfinu: Hefur glímt við veikindi – „Braut alvarlega gegn starfsskyldum sínum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Landlæknis um mál Hannesar Þrastar Hjartarsonar, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, þar sem Hannes er sviptur lækningaleyfi, en honum var gefið að sök að hafa framkvæmt fjölda óþarfra aðgerða; einnig að hafa gefið út efnislega ranga reikninga til Sjúkratrygginga Íslands fyrir aðgerðir. Hér má sjá úrskurð Landlæknis

Hannes Hjartarson er tæplega sjötugur og hefur starfað sem sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum í áratugi; notið virðingar og talist vera fær á sínu sviði.

Í kjölfar veikinda Hannesar vorið 2019 hefur heldur hallað undan fæti hjá honum.

Úrskurðað var að Hannes hefði framkvæmt skurðaðgerðir án viðurkenndra ábendinga og skráð aðgerðir á rangan og villandi hátt; gefið út rangar upplýsingar sem undirlag reikninga til Sjúkratrygginga Íslands.

Í úrskurðinum má lesa eftirfarandi um málið:

- Auglýsing -

„Hins vegar hafi ábendingarnar varðað hugsanleg brot gegn starfsskyldum með því að hafa framkvæmt aðgerðir án viðurkenndra ábendinga, skráð aðgerðir á rangan og villandi hátt og þannig gefið út rangar og villandi upplýsingar sem undirlag reikninga til Sjúkratrygginga Íslands. Liggur fyrir í gögnum málsins að kærandi hafi verið boðaður á fund hjá embætti landlæknis sem hafi farið fram þann 5. desember 2019, en á þeim fundi hafi kærandi afsalað starfsleyfi sínu sem læknir.

Þann 8. janúar 2020 hafi embætti landlæknis óskað eftir mati tveggja sérfræðinga á faglegum starfsháttum kæranda. Lá niðurstaða sérfræðinganna fyrir þann 11. febrúar sama ár. Með bréfi, dags. 12. mars 2020, tilkynnti embætti landlæknis kæranda um fyrirhugaða sviptingu starfsleyfis og með ákvörðun, dags. 24. júní 2020, var kærandi sviptur starfsleyfi sem læknir. Var það mat landlæknis, m.a. með vísan til niðurstöðu áðurnefndra sérfræðinga, að kærandi hefði brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum vegna skorts á faglegri hæfni, dómgreind og með atferli sem færi í bága við ákvæði laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu.

Taldi embætti landlæknis ljóst að kærandi hefði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir og stefnt sjúklingum þannig í hættu. Einnig lægi fyrir að reikningar sem kærandi hefði gefið út í umræddum tilvikum hefðu verið rangir. Eru málsatvik nánar rakin í köflum III. og IV. í úrskurði þessum og vísast til þeirrar umfjöllunar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -