2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Harðar deilur nú inn á borði dómstóla

Stjórn Eimskips ákvað í byrjun vikunnar að leggja fram kröfu skv. 102. gr. laga um meðferð sakamála þess efnis að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á félaginu og samstæðufélögum þess, sem staðið hefur yfir í tæp tíu ár verði hætt.

Krafan var lögð fram hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en Samkeppniseftirlitið vísaði þessu á bug þegar krafan var lögð fram. Að öðru leyti tjáði Páll Gunnar Pálsson forstjóri sig ekki um málið.

Kröfur sínar reisir Eimskip meðal annars á því að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi formlega verið felld niður í júní 2015. Þá byggi rannsóknin á ólögmætri haldlagningu gagna og að brotið hafi verið gegn hlutlægnisskyldu Samkeppniseftirlitsins og réttindum Eimskips við rannsóknina, að því er fram kom í tilkynningu til Kauphallar. „Auk þess hafi Samkeppniseftirlitið í raun sinnt lögreglurannsókn sem því er óheimilt að gera samkvæmt lögum. Vegna athafna sinna verði starfsmenn Samkeppniseftirlitsins að teljast vanhæfir í skilningi stjórnsýslulaga. Kröfurnar byggjast enn fremur á því að rannsókn Samkeppniseftirlitsins beinist að röngum lögaðilum vegna verulegs hluta þess tímabils sem til rannsóknar er,“ segir meðal annars í tilkynningu.

Þá hafi framkvæmd rannsóknarinnar verið með þeim hætti að stór hluti þeirra meintu brota sem til rannsóknar eru teljist fyrnd. Þessir ágallar á rannsókninni séu með þeim hætti að rannsókn Samkeppniseftirlitsins sé ólögmæt og því beri að fella hana niður. Eimskip hefur samhliða skrifað bréf til stjórnar Samkeppniseftirlitsins þar sem vakin er athygli á þeim starfsháttum Samkeppniseftirlitsins sem kröfur Eimskips byggja á.

Ítarlega fréttaskýringu má lesa í 26. tölublaði Mannlífs og á kjarninn.is.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is