Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Segir Ísland hafa verið blóðmjólkað: „Þetta samráð hækkaði vöruverð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland var blóðmjólkað að mati Atla Þórs Fanndals.

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, segir í nýjum pistli að Samskip og Eimskip hafi blóðmjólkað landið með samráði þeirra á milli. Þá hafi samráðið valdið því að vöruverð hafi hækkað, lán hafi hækkað og hafi kæft alla samkeppni og möguleika á meiri samkeppni.

„Hef verið að lesa niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á brotum Samskips vegna samráðs Eimskips og Samskipa. Eimskip játaði og fékk sátt. Þetta eru auðvitað fimmtán bindi og viðauki og ég viðurkenni fúslega að ég er ekki búinn að lesa allt. Það sem verður þó ljóst er að þetta samráð hækkaði vöruverð, lánin okkar, allan kostnað við að lifa, kæfði samkeppni og lokaði fyrir nýja aðila á markað. Það sem verður þó augljóst er að enn einu sinni afhjúpast hvers vegna nafnlausir pistlar viðskiptapressunnar eru endurtekið notaðir til að gera lítið úr þeim sem gagnrýnar skort á siðferði og samkeppni hér á landi. Í talsmáta Samskipa er talað um grænlensk verð sem ódýr og samkeppnishæf. Grænlenskt verðlag… Ísland er mjólkurkú sem er svo blóðmjólkuð að talað er um hvað markaðurinn hér sé kósí. Í landflutningum er talað um litla flutningsaðila og einyrkja sem sjóræningja enda geti þeir boðið verð sem séu minna en 1/3 af verði stóru aðilanna í landflutningum,“ sagði Atli í pistlinum sem birtist í gær. Atli sagði einnig að honum þætti viðbragðsleysi stjórnmálamanna athyglisverð, sér í lagi þeirra sem eru af landsbyggðinni

„Við lesturinn verður enn einu sinni augljóst hvers vegna núverandi ríkisstjórn hefur grafið undan og veikt eftirlitsstofnanir. Það er einmitt til að koma í veg fyrir að svona rannsóknir séu birtar. Það að ekki heyrist múkk í stjórnmálafólki landsbyggðanna er svo kapítuli útaf fyrir sig. Þessi félög skáru landið upp eins og nýlendu og skiptu sín á milli. Þetta er rosalegur lestur og óskiljanlegt að ekki hafi þegar verið tilkynnt um nokkra þátta heimildaseríu um málið. Við vorum blóðmjólkuð og rænd svo Óli Óla og aðrir gætu endurreist eigin auð eftir að hafa keyrt landið í kaf. Samt heyrist lítið sem ekkert í stjórnmálunum.“

Hægt er lesa allan pistil Atla hér fyrir neðan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -