Sunnudagur 25. febrúar, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hefði getað farið illa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reyndur fjallgöngumaður sem villtist í þoku á Hornströndum kallar eftir að fjarskiptasamband þar verði bætt. Ferðamannastraumur hafi aukist á svæðinu og því sé tímaspursmál hvenær stórslys verði.

Benedikt Sigurðsson frá Bolungarvík er þrautreyndur fjallgöngumaður og er að eigin sögn í „brjáluðu formi“. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann lenti í ógöngum í vikunni þegar hann ásamt eiginkonu sinni og vinafólki lagði af stað í göngu frá Hrafnsfirði yfir í Reykjafjörð á norðanverðum Vestfjörðum. „Þetta átti að vera fimm tíma skemmtiganga um Hornstrandir,“ segir hann, en svartaþoka olli því að hópurinn komst í sjálfheldu og kalla þurfti út björgunarsveit til að koma fólkinu til byggða. Í samtali við Mannlíf segir Benedikt að þetta hafi kennt honum að það sé aldrei of varlega farið þrátt fyrir reynslu og þekkingu. „Þegar maður lendir í svona svartaþoku að maður sér ekki nema rétt hendurnar á sér, þá er maður í helvíti vondum málum.“

Benedikt kallar eftir því að komið verði á talstöðvarsambandi á svæði Hornstranda en ferðafólki hefur fjölgað mjög á þessum slóðum undanfarin ár. „Ég fór þrívegis upp á fjöll í kring til þess að reyna að ná talstöðvarsambandi en án árangurs. Þetta er einskismannsland, fólk fer sjóleiðina og gengur svo á milli fjarða, eina leiðin til björgunar er með bátum eða þyrlu,“ útskýrir hann og bætir við að illa hefði getað farið ef einhver í hópnum hefði slasast því ekki var hægt gefa upp nákvæma staðsetningu í gegnum talstöðina. „Í fyrsta lagi hefði ekki verið hægt að koma viðkomandi í öruggt skjól og í öðru lagi hefði þyrlan ekki getað lent vegna þoku. Björgunarfólk hefði þurft að koma á bátum og svo hefði þurft að fara fótgangandi án þess að vita nákvæma staðsetningu. Það gæti tekið fleiri tíma og hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef einhver væri lífshættulega slasaður. Það er hrikalega vont að hafa ekki talstöðvarsamband þarna.“

„Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef einhver væri lífshættulega slasaður. Það er hrikalega vont að hafa ekki talstöðvarsamband þarna.“

Benedikt segir mikilvægt að setja upp endurvarpa á svæðinu til að koma á talstöðvarsambandi enda sé margt ferðafólk þarna og aðstæður hrikalega erfiðar. „Það er stundum rosalega margt erlent ferðafólk þarna, suma daga jafnvel fleiri hundruð manns. Það ætti ekki að vera mikið mál að koma á talstöðvarsambandi á svæðinu.“

Ferðalag hópsins hófst með siglingu frá Bolungarvík yfir í Hrafnsfjörð þar sem ætlunin var að hefja fimm tíma gönguna. „Leiðin yfir í Reykjafjörð er ágætlega merkt nema á einum 5 km kafla þar sem er enginn slóði og við lentum akkúrat í þoku þar og fundum ekki réttu leiðina. Áður en fórum af stað tók ég sem betur fer kompásmið stystu leið til baka frá Reykjafirði ef við skyldum villast, sem betur fer. Við ákváðum að fara þessa leið sem síðan allt of erfið yfirferðar. Þess vegna töfðumst við svona mikið og snerum að lokum við,“ útskýrir Benedikt.

Að sögn Benedikts er byrjað að stýra umferð inn á svæðið í einhverjum mæli. „Áður voru engin takmörk en nú fá ferðaskrifstofur aðeins leyfi til að fara með ákveðið marga í hverjum hópi; 12-15 manns í einu, minnir mig. Þá ber þeim að láta vita af öllum ferðum og gefa upp leiðarlýsingu.“

Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, tekur undir að Hornstrandir séu erfiðar viðureignar þegar kemur að björgunaraðgerðum. „Við höfum séð aukningu á verkefnum á Hornströndum. Þar er um langan veg að fara og aðeins fært sjóleiðina eða þá með þyrlu. Annaðhvort er siglt yfir og síðan þurfa menn að ganga eða það er flogið með þyrlu og reynt að leysa verkefnið þannig en það er ekki alltaf hægt vegna þoku, eins og í þessu tilfelli,“ segir hann.„Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef einhver væri lífshættulega slasaður. Það er hrikalega vont að hafa ekki talstöðvarsamband þarna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -