Fimmtudagur 9. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Loftfimleikamaður féll af „Dauðahjóli“ í miðri sirkussýningu: „Bið til Guðs að allt sé í lagi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sirkuslistamaður slasaðist eftir hátt fall af „Dauðahjóli“ í miðri sýningu í Blackpool, Englandi.

Áhorfendur í Blackpool Tower-sirkusnum, þar á meðal börn, horfðu skelfingu lostin á þegar annar tveggja loftfimleikamanna á svokölluðu „Dauðahjóli“ (e. Wheel of Death) féll í miðri sýningu skömmu eftir klukkan 17:00 í gær, að því er Mirror hefur eftir áhorfanda.

Sjúkraliðar flýttu sér að loftfimleikamanninum en hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar á meðan sirkustjaldið var rýmt, að sögn þrumulostinna áhorfenda eftir slysið. Ekk er vitað um ástand loftfimleikamannsins sem stendur.

The Mirror hafði samband við bæði Blackpool Tower-sirkusinn og North West-sjúkraflutningaþjónustuna til að fá frekari upplýsingar. „Alvarlegt slys varð í Blackpool Tower-sirkusnum síðdegis í dag. Loftfimleikamaður féll nokkra metra úr „Dauðahjólinu“ niður á sirkusgólfið. Sjúkraliðar fluttu hann á sjúkrahús og sirkusinn var rýmdur. Bið til Guðs að allt sé í lagi,“ skrifaði maður nokkur á X.

Ein móðir sem horfði á gjörninginn með börnum sínum óskaði loftfimleikamanninum „skjóts bata“ og hrósaði starfsfólkinu fyrir „ótrúleg“ viðbrögð. Þriðja manneskjan skrifaði á netinu: „Var í Blackpool Tower-sirkusnum með krökkunum þegar náungi sem var efst uppi á hjóli dauðans, féll til jarðar. Áhorfendum var um leið fylgt út. Ég vona að hann sé í lagi.“

Önnur manneskja sem segist hafa verið á sýningunni sagði á samfélagsmiðlum að loftfimleikamaðurinn hafi „missti jafnvægið og fallið“ og sást „veltast um öskrandi af sársauka og grípa um öxl sína“. Allt fólk á sýningunni var flutt út „örugglega og rólega“, bættu hún við.

Dauðahjólið er fastur liður í sirkusum um allt land og um heim allan. Það felur í sér að tveir eða fleiri flytjendur standa á hjólum á endanum á  löngum armi sem snýst um miðás.

Árið 1994 komst Blackpool Tower Circus í fréttirnar þegar loftfimleikamaður lést eftir að hafa fallið úr tækinu. Neville Campbell lét lífið aðeins tvítugur að aldri þegar hann lenti á hausnum við verknaðinn. Árið 2022 féll annar loftfimleikamaður við að framkvæma sama atriði, en sem betur fer hlaut hann aðeins minniháttar meiðsli, að sögn Daily Star.

Talsmaður Blackpool Shows and Attractions sagði við dagblaðið á sínum tíma: „Dauðahjólið er mjög algengt sirkusatriði sem nú er sýnt í mörgum breskum sirkusum og reyndar um allan heim. Það er útreiknuð áhætta og sem betur fer eru slys mjög sjaldgæf. Sem sagt þessir óttalausu flytjendur eyða mörgum árum í að þjálfa sig í að gera þessi atriði og lifa fyrir adrenalínið og skemmtun almennings.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -