Þriðjudagur 21. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Hendrik er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hendrik Tausen, verslunarmaður og fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri, er látinn. Hendrik fæddist 10. júlí 1944 en lést 2. janúar 2023. Hann varð 78 ára.
Hendrik bjó á Flateyri frá 1959 og setti sinn svip á mannlífið  í þorpinu og naut virðingar samborgara sinna. Hann starfaði við beitningu og stofnaði seinna til verslunarekstrar í þorpinu. Hendrik flutti á Hvolfsvöll árið 1983. Seinna flutti hann í Garðinn og starfaði þar við fiskútflutning. Hann bjó þar til æviloka.
Margir minnast Hendriks á Facebook.
„Látinn er frumkvöðullinn og félagsmálajarlinn Hendrik Tausen 78 ára að aldri. Ég vil votta börnum Hendriks og fjölskyldu allri einlægar samúðarkveðjur við fráfall þessa merka hugsuðar,“ skrifar Guðmundur Jón Sigurðsson.
Mannlíf sendir ættingjum Hendriks samúðarkveðjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -