Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hermann Hauksson kveður Körfuboltakvöld eftir átta ár: „Elska ykkur alla, takk fyrir mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn af betri körfuboltamönnum Íslandssögunnar, Hermann Hauksson, hefur ákveðið að láta gott heita sem sérfræðingur í hinum stórkostlegu þáttum Körfuboltakvöld.

„Það er vel við hæfi að ljúka körfuboltakvölds ferlinum sem spannað hefur 8 ár á einum svakalegasta leik sem ég hef upplifað. Til hamingju Tindastóll með titilinn.“

Hermann er kurteis maður og þakklátur; annálaður heiðursmaður með algjörlega óaðfinnanlegan fatasmekk – Kjartan Atli á ekki einu sinni sjéns í hann.

Hermann kemur vel fyrir og hefur líka meira vit á körfubolta en flestir.

Hann þakkar góðu fólki og getur gengið stoltur frá sínum ferli sem körfuboltasérfræðingur; líkt og hann gekk með sóma og stolti af leikvellinum í hinsta sinn tímabilið 2001 til 2002.

Garðar Örn Arnarson, Kjartani Atli, Stefán Snær Geirmundsson, Egill Birgisson fá þakkir frá Hermanni og allir þeir „sem komu að þættinum fyrir frábæran tíma. Þið hafið sett körfuboltann á Íslandi í nýjar hæðir. Allir þeir sérfræðingar sem líka hafa komið að þættinum eru magnaðir. Elska ykkur alla, takk fyrir mig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -