Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Hildur prestur ekki reið með tvöfalt krabbamein: „Langar að vera í þessu starfi þangað til ég dey“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér finnst í raun og veru að það hafi verið þetta stóra áfall að greinast í fyrsta sinn. Að vera að maður hélt heilbrigður, hraust 42 ára gömul kona yfir í það að vera komin með krabbamein. Þá veit maður líka að þetta getur tekið sig upp aftur.“

Segir Hildur Eir Bolladóttir í viðtali við Ísland í dag á dögunum.

Sjá einnig: Hildur prestur tvívegis greinst með krabbamein á árinu: „Ég er óendanlega þakklát“

Hildur starfar sem prestur í Akureyrarkirkju, en á skömmum tíma hefur hún tvisvar greinst með krabbamein. Hildur hefur talað opinskátt um veikindi sín og segist hafa fundið enn sterkari tengsl við trú sína í þessu verkefni, eins og hún orðar það.

Fyrst greindist Hildur Eir með endaþarmskrabbamein og við tók ströng meðferð. Hildur sigraði meinið en í reglubundnu eftirliti stuttu síðar kom í ljós blettur á lifrinni.

„Þetta er ekki það versta sem ég hef gengið í gegnum í lífinu og þetta er engum að kenna“

Naut páskanna þrátt fyrir slæmar fréttir

- Auglýsing -

Það var rétt fyrir páska sem bletturinn á lifrinni uppgötvaðist og yfir páskahátíðina reyndi Hildur eftir fremsta megni að njóta hátíðarinnar meðan hún beið eftir niðurstöðum hvort bletturinn reyndist illkynja eður ei.

Hildur segist þrátt fyrir allt hafa notið páskanna. Hún hafi fundið sterkt fyrir trúnni og verið mjög nálægt Jesú.

„Svo bara messaði ég á páskadagsmorgni. Af því að mannssálin er svo merkileg að ég bara naut þess. Ég bara hvíldi í helgihaldinu klukkan átta á páskadagsmorgni. Ég uppgötvaði þar á þessum páskum að maður getur verið trúaður svo mikið vitrænt séð og ég held að ég hafi oft verið þar. Svo er það eitt að finna að maður hefur trú og á þessum páskum fann ég það svo ofboðslega sterkt. Það var einhvern veginn eins og ég hvíldi, vitandi að það væri sennilega meinvarp í lifrinni minni sem er aldrei gott. Þá hvíldi ég í einhverju algjöru öryggi,“ segir Hildur.

- Auglýsing -

Við tók meðferð

Páskarnir liðu og greiningin kom, það var krabbamein. Önnur barátta tók við og stendur enn yfir. Hildur fór í skurðaðgerð þar sem hluti af lifrinni var fjarlægð og svo tók við lyfjameðferð sem hún er enn í.

„Þetta er ekki það versta sem ég hef gengið í gegnum í lífinu og þetta er engum að kenna. Það var enginn sem gerði mér neitt og það var enginn sem særði mig eða beitti mig ofbeldi eða gerði eitthvað hræðilegt á minn hlut. Þetta bara heitir að vera með mannslíkama.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -