Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hleypur 2000 kílómetra þrátt fyrir krabbamein og hjartaáfall: „Sigmundur þú ert bara ruglaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Læknarnir sögðu mér bara að gleyma maraþoni,“ segir Sigmundur Stefánsson en þann 2. febrúar næstkomandi mun hann, ásamt hlaupahópnum Frískir Flóamenn efna til áheitahlaups. Sigmundur ætlar sér að hlaupa 70 km í tilefni af 70 ára afmæli sínu sem ber upp á þann sama dag. Hlaupið er til styrktar Hjartaheillar og/eða Krabbameinsfélagi Árnessýslu og er hópurinn nú að safna áheitum. Með þessu vilja Sigmundur og Frískir Flóamenn vekja athygli á mikilvægi hreyfingar, sérstaklega þegar áföll og veikindi hafa herjað á. Hópurinn vill sýna fram á það að hægt sé að viðhalda þeim lífsstíl sem hvert og eitt hefur tileinkað sér, þrátt fyrir mótlæti, en Sigmundur hefur bæði fengið hjartaáfall og verið greindur með krabbamein.

Sigmundur er fæddur og uppalinn á Selfossi og er flestum Selfyssingum kunnugur. Hann greindist með sykursýki tvö uppúr fertugu og fór í framhaldi af því að stunda reglulega hreyfingu. Sigmundur byrjaði þá að hlaupa og var fljótt farinn að stunda það reglulega.  Þegar hann var 47 ára var hann langt kominn í undirbúningi á sínu fyrsta maraþoni, þá fær hann hjartaáfall á miðri æfingu. Það kom síðar í ljós að ein æð hafði stíflast og myndað drep í hjartavöðva. Heppnin var þó með honum, drepið í hjartanu gekk til baka. Þegar hann útskrifast var honum sagt að gleyma öllum draumum um maraþon en Sigmundur var ekki á þeim buxunum. Hann sagði konu sinni að ef hann næði heilsu muni hann halda áfram að hlaupa og lifa þeim lífsstíl sem þau voru orðin vön. Tveimur árum seinna var Sigurður kominn í gott líkamlegt form, hann hleypur sitt fyrsta maraþon 50 ára. Nú á hann að baki tæplega 40 maraþon og yfir 50 hálfmaraþon en auk þess hefur hann tekið þátt í þremur járnkallamótum.

Þegar hjartalæknir Sigmundar heyrði af ósköpunum spurði hann gjarnan frétta. Lækninum leyst ekki alltaf á blikuna og fékk hlaupagarpurinn að heyra það. „Sigmundur, þú ert bara ruglaður.“

Með árunum breyttust viðhorf læknanna. Afrek Sigmundar voru gjarnan notuð sem dæmi þess að vel sé hægt að ná góðum árangri, þrátt fyrir líkamleg áföll. Þegar tveir áratugir voru liðnir frá hjartaáfalli Sigmundar fór hann að finna fyrir eymslum en eftir þrjár tilraunir á hjartaþræðingu var hann sendur í opna hjartaaðgerð. Ekki var það allt sem Sigmundur þurfti að þola en á meðan leitað var lausnar á hjartavandamálum hans, greindist hann með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hjartaaðgerð, geislameðferð og rúmu ári síðar hefur Sigmundur náð heilsu á ný.

Eftir aðgerðina í júní ákvað hann gefa sér góðan tíma til að vera í rólegheitum, synti og fór í gönguferðir.  Hann byrjaði að hlaupa aftur um miðjan febrúar í fyrra og síðan hefur hann hlaupið um 2000 kílómetra.

Sjá nánari upplýsingar hér að neðan, fyrir þá sem vilja heita á Sigmund:

- Auglýsing -
Sjá frekari umfjöllun um Sigmund á dfs.is hér: https://www.dfs.is/…/hleypur-sjotiu-kilometra-a-sjotiu…/

Hægt er að heita á Sigmund til styrktar Hjartaheill með því að smella hér: https://hjartaheill.is/…/wc-donation-styrkadi…/

Facebook síða Frískra Flóamanna er hér: https://www.facebook.com/groups/135968469810840/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -