Miðvikudagur 17. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Hjörleifur hjá Flokki fólksins kallar konurnar þrjár svikakvensur: „Þær eru ekki heilbrigðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er einn af hvatamönnum framboðs Flokks fólksins á Akureyri, og hann hafnar ásökunum um kynferðilega áreitni í garð kvenna á lista flokksins.

Þetta segir hann í samtali við RÚV – eftir að þrjár konur í flokknum, Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving, sendu frá frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að þær væru lítilsvirtar og hunsaðar af karlforystu flokksins á Akureyri; nefna líka að sumar þeirra hefðu mátt sæta kynferðislegri áreitni sem og óviðeigandi framkomu.

Flokkur fólksins – frambjóðendur á Akureyri í vor.

„Ég raðaði upp öllum 22 mönnum á listann á tveimur vikum. Innan fjögurra vikna tilskilinn tíma var hann kominn inn listinn, löglegur til kjörstjórnarinnar hérna á Akureyri.“

Hjörleifur bætir því um málið að fljótlega á fyrstu stigum kosningabaráttunnar hafi kastast í kekki á milli fólks á listanum, og að það hafi ekki komið Hjörleifi í opna skjöldu:

„Af minni fyrri reynslu af þessum, ég segi svikakvensum. Ég leyfi mér að fullyrða að þær ætluðu sér að yfirtaka þetta allt saman, mitt framboð, minn lista. Það líð ég aldrei.“

|
Inga Sæland
Mynd / Hallur Karlsson

Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði í viðtali á Bylgjunni að ásakanir um kynferðislega áreitni beindust alls ekki gegn forystumönnum flokksins. En gegn hverjum þá?

- Auglýsing -

„Hvað heldur þú, ég tek það þannig og ég sit ekki undir því, dettur það ekki til hugar. Ég mun heilshugar styðja lögreglurannsókn, ég fer alla leið eins og ég kemst. Að láta hana bendla mig við kynferðisofbeldi, það er svo af og frá minni aðgerð og huga til kvenna. Ég hef alla tíð elskað konur og þykir vænt um konur. Aldrei lagt hendur á konur.“

Hjörleifur ku hafa sent konum í flokknum óviðeigandi skilaboð, og hvað skyldi hann segja við því?

„Óviðeigandi skilaboðin frá mér eru þau að Tinna Guðmundsdóttir á afmæli 22. maí og ég sendi henni, í vor sendi ég henni afmæliskveðju og rauða rós. Ég tek það fram ég þorði auðvitað ekki að senda henni nema eina rauða rós. Já og Hannesínu marghringdi ég í og á endaum svaraði hún ekki því ég ætlaði að bjóða henni hingað heim til mín, þar sem þið sitjið núna í kaffisopa og spjall, ég gerði allt til þess að reyna að settla málin.“

- Auglýsing -

Hann er ekki sáttur – langt í frá – er spurður hvort konurnar hafi túlkað þessar tilraunir hans til þess að settla málin sem áreitni?

„Ég skal ekki segja um það því ég tel að þetta sé ekki normalt hjá þeim sko. Þær eru ekki heilbrigðar.“

Hjörleifur er meira en ósáttur við formann flokksins, Ingu Sæland, og framgöngu hennar í málinu.

„Í aðra röndina kyssir hún mig og kjassar og í hina röndina hundskammar hún mig, það er það sem ég vil segja um það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -