Sunnudagur 14. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Hjúkrunarfræðingar líklegastir til að hætta störfum vegna álags

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 400 hjúkrunarfræðingar geta hafið töku lífeyris á næstu fimm árum en fyrir þarf talsverðan fjölda til að bæta og viðhalda fólki í stéttinni.

Að meðaltali útskrifast 120 hjúkrunarfræðingar ár hvert. Talsvert brottfall er úr hjúkrunarfræðinámi, eða um 18%. Þá er nokkurt brottfall úr starfi meðal hjúkrunarfræðinga, en að meðaltali störfuðu 85% hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust á árunum 2012¬-2016, enn við hjúkrun árið 2016.

Samkvæmt Hagtíðindum er reiknað með að íbúum 60 ára og eldri muni fjölga um 11,6% á árunum 2017 til 2021. Það felur í sér aukna heilbrigðisþjónustu en talið er að aldraðir kosti heilbrigðiskerfið allt að fjórum sinnum meira en yngri einstaklingar. Hærri lífaldur getur sömuleiðis haft í för með aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk og orðið til þess að eftirlaunaaldur lækki.

Í könnun sem gerð var árið 2017 á meðal starfandi hjúkrunarfræðinga undir sjötugu kom í ljós að 70% þátttakenda voru óánægð með laun sín og 84% fannst álag of mikið þrátt fyrir að almenna starfsánægju. Yngri hjúkrunarfræðingar og þeir sem unnu mikla vaktavinnu voru síst ánægðir í starfi og líklegastir til að hætta störfum. 70% þátttakenda í könnuninni töldu að það þyrfti að fjölga hjúkrunarfræðingum á vöktum.

Hjúkrunarfræðingar eru í að meðaltali 71% starfshlutfalli. Helstu skýringar á lágu starfshlutfalli eru álag vegna vaktavinnu, síbreytilegur vinnutími og starfsumhverfi. Samkvæmt niðurstöðum Vinnueftirlitsins er helsti ókosturinn við vaktavinnu talinn vera sá að erfitt sé að samræma fjölskyldulíf, frítíma og vaktavinnu. Í Evrópu hefur víða verið tekin upp styttri vinnuvika meðal hjúkrunarfræðinga sem vinna vaktavinnu, og er það þekkt til að mynda í Noregi, Svíþjóð, Írlandi og Bretlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -