Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hlýddi ömmu og fór að teikna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Teikningar eftir förðunarfræðinginn Ísak Frey vekja athygli.

Fyrirsætan Carzon Zehner, sem er meðal annarra nýja andlit Mulberry, förðuð af Ísak og mynduð af Sögu Sig. Tengingin við teikningar Ísaks er augljós.

„Þetta eru teikningar sem ég hef verið að skapa allt frá árinu 2013 en hef ekkert verið að flagga þeim. Þær komu í raun ekki fyrir sjónir almennings fyrr en seint á síðasta ári í íslenska tímaritinu Blæti,“ segir förðunarfræðingurinn Ísak Freyr um umræddar teikningar en þær hafa verið að vekja athygli erlendis að undanförnu og eru orðnar eftirsóttar af viðskiptavinum hans, stórum nöfnum innan tísku-heimsins.

„Þetta var frekar fyndið en þegar ég fór að tala um myndirnar við kúnna sem ég var að farða þá vildu þeir endilega fá að sjá þær og í framhaldinu hafa margir þeirra hafa óskað eftir myndum eftir mig.“

Ísak segist hafa byrjað að teikna myndirnar þegar hann bjó í listakommúnu í Camberwell Green í London 2013, en á þeim tíma hafi hann verið að reyna finna sjálfan sig og haft óstjórnlega þörf á að skapa. „Það var eins og þessi sköpunartilfinning kæmi frá einhverjum innri kjarna í líkamanum sem ég átti erfitt með að nálgast,“ segir hann. „Það var eins og eitthvað væri að reyna að brjótast út.“ Það hafi hins vegar ekki verið fyrr en amma hans hvatti hann til dáða sem hann ákvað að láta slag standa. „Henni fannst agalegt að ég skyldi ekki vera að teikna eins og ég hafði gert þegar ég var yngri og hvatti mig áfram. Þetta kveikti á einhverju hjá mér og í framhaldinu keypti ég liti og blöð og fór að teikna.“

Myndir eftir Ísak Frey eru farnar að vekja athygli.

Á þeim tíma segist hann hafa átt erfitt með að koma hugsunum sínum í orð, „hausinn hafi verið að springa“ eins og hann orðar það en hann hafi náð að tjá sig í gegnum myndirnar og oft teiknað þær undir áhrifum áfengis, það geri hann hins vegar ekki lengur. Gaman sé að sjá hvað þær hafi breyst mikið á þessum fimm árum.

„Í dag líður mér betur, ég er á allt öðrum stað sem er bjartari og betri og teikningarnar endurspegla það,“ segir hann.

Spurður hvort hann sé mögulega farinn að velta fyrir sér að skipta um starfsvettvang, þvertekur hann fyrir það. „Nei, ég vill alls ekki hætta að farða því mér finnst svo gaman að vinna með fólki. En, ég er farinn að velja vandlega verkefni sem ég tek mér fyrir hendur svo ég geti teiknað meira. Að því sögðu lít ég svo á að það sé beintenging á milli þessara listforma og ef eitthvað er þá hef ég óhikað nýtt myndlistina í förðuninni í gegnum tíðina. Þetta tvennt helst í hendur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -