Þriðjudagur 15. október, 2024
6.7 C
Reykjavik

HM kvenna: Frakkland sló út Brasilíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frakkland komst í 8-liða úrslit á HM kvenna eftir 2-1 sigur gegn Brasilíu í gærkvöldi. Amandine Henry skoraði sigurmark liðsins í framlengingu á 106 mínútu. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Frakkar komast í 8-liða úrslit á HM kvenna.

Heimamenn Frakka hafa lengi verið með betri liðum heims og flestir leikmannanna spila með Lyon, sem er nánast áskrifandi af Meistaradeildartitlinum. Hingað til hefur vantað herslumuninn og þær ýmist fallið út í undanúrslitum og fjórðungsúrslitum stórmóta.

Kvennalandslið Brasilíu hefur komist nær stóru titlunum. Þær komust tvisvar í úrslitaleiki á Ólympíuleikum og einn á HM á þessari öld – en tapað þeim öllum. Í liðinu er Marta Vieira da Silva, mögulega ein besta knattspyrnukona allra tíma. Það dugði ekki til en eins og áður segir datt Brasilía út úr 16-liða úrslitunum í gærkvöldi.

16-liða úrslitin hófust um helgina og eru enn í fullum gangi. Ásamt Frakklandi, er Þýskaland, Noregur og England búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Tveir leikir fara fram í dag en Spánn mætir Bandaríkjunum kl 16:00 í dag og Svíþjóð mætir Kanada 19:00 í kvöld. Þá fara tveir leikir fram á morgun, Ítalía-Kína og Holland-Japan.

Leikur Ítala og Kínverja er leikur tveggja fallinna risa. Kína var stórveldi í kvennaboltanum fyrir aldamót og komst í úrslitaleiki bæði í HM og Ólympíuleika en hefur lítið ógnað þeim bestu eftir aldamótin. Þá rétt skriðu Kinverjar í 16. liða úrslitin. Ítalir voru eitt besta lið Evrópu fyrir aldamót en hafa sömuleiðis lítið sýnt eftir aldamótin. Hinsvegar voru þeir sannfærandi í riðlakeppninni og því virðist að minnsta kosti annar þessara gömlu risa vera vaknaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -