Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Hörður Axel samdi við Álftanes: „Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Álftnesingar bjóða Hörð Axel velkominn í Forsetahöllina; Hörður Axel Vilhjálmsson fyrirliði karlalandsliðs Íslands í körfubolta er genginn í raðir úrvalsdeildarliðs Álftaness.

Ljóst er að hann kemur til með að færa liðinu gríðarmikla reynslu á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en hann á að baki langan feril sem landsliðsmaður og atvinnumaður víðsvegar um heim, þar á meðal á Spáni og í Þýskalandi.

Hörður Axel er uppalinn í Fjölni og hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár.

Með landsliðinu hefur hann í tvígang farið með í lokakeppni Evrópumeistaramótsins (EuroBasket) þar sem hann spilaði gegn bestu leikmönnum Evrópu.

Hörður Axel kemur frá Keflavík þar sem hann hefur verið fyrirliði liðsins og einn besti leikstjórnandi deildarinnar. Með Keflavík vann hann deildarmeistaratitil og fór alla leið í úrslit deildarinnar 2021. Hörður skilaði góðum tölum á seinasta tímabili en hann var með tæplega tíu stig í leik, ásamt því að vera með átta stoðsendingar.

Mynd / Karfan.is.

Hörður er frábær sendingamaður líkt og tölfræðin sýnir en hann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu efstu deildar. Hörður hefur ekki aðeins sannað sig sem leikmaður en tímabilið 2020-2021 tók hann upp þjálfaraspjaldið og gerðist aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Keflavík. Gegndi hann starfi aðstoðarþjálfara tvö tímabil áður en hann tók svo við starfi aðalþjálfara á nýafstöðnu tímabili. Hann náði frábærum árangri með liðið og vann deildarmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum ásamt því að fara með liðið alla leið í úrslit deildarinnar.

- Auglýsing -

Því liggur augum uppi að reynsla Harðar bæði í þjálfun og sem leikmaður muni nýtast Álftanesi vel, þegar liðið þreytir frumraun sína í deild þeirra bestu. En Hörður mun ásamt því að vera leikmaður Álftaness koma að þjálfun yngri flokka.

Huginn Freyr Þorsteinsson er formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness, og hann er sáttur:

„Álftanes er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk. Við vitum öll að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem mun koma með mikil gæði og smellpassa inn í þann sterka kjarna sem fyrir er hjá okkur. Hörður er líka frábær fyrirmynd og leiðtogi og verður mikilvæg kjölfesta fyrir okkur.

- Auglýsing -

Hörður Axel mun líka hjálpa okkur við aða styrkja barna-og unglingastarfið á Álftanesi, sem er í miklum vexti og sem aukast enn frekar á næstu árum með þeirri fjölgun íbúa sem framundan er hér.“

Hörður Axel Vilhjálmsson nýr leikmaður Álftaness segir að „Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -