Þriðjudagur 21. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Hössi þakkar fyrir sig: „Gaf allt sem ég átti þann tíma sem ég var hjá Keflavík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Körfuknattleiksmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur nú yfirgefið lið Keflavíkur; hann sendi frá stutta yfirlýsingu nú fyrir stundu þar sem hann þakkar fyrir tímann í Bítlabænum:

„Blóð sviti og tár, gaf allt sem ég átti þann tíma sem ég var hjá Keflavík. Takk kærlega fyrir mig og mína fjölskyldu að sinni. EI3.“

Hörður Axel er einn af betri leikstjórnendum Íslandssögunnar; margfaldur landsliðsmaður og leiðtogi mikill.

Hann var einnig þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og ljóst er að ekki verður auðvelt fyrir Keflvíkinga að fylla skarð Harðar Axels.

Hins begar er öruggt að mörg lið munu horfa til Harðar Axels fyrir næsta tímabil; sem leikmanns og þjálfara.

Samkvæmt heimildum Mannlífs eru Valsmenn áhugasamir um að næla í Hörð Axel.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -