Laugardagur 20. júlí, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hræðileg frásögn Margrétar eftir bólusetningu: „Mér finnst ég vera að andast bara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Um leið og ég var sprautuð fann ég fyrir miklum stirðleika upp hendina, í hálsinn og sting uppí höfuð. Einnig gat ég ekki snúið höfðinu til hliðar. Ég spurði konuna sem sprautaði mig hvort þetta væri “eðlilegt” jújú þetta var bara að virka vel.“

Margrét Ósk Guðbergsdóttir, þroskaþjálfi, lýsir á Facebook veggi sínum hræðilegum aukaverkunum eftir að hafa verið bólusett fyrir Covid-19 með AstraZenega. Fyrir bólusetningu var hún mjög hraust, stundaði líkamsrækt og var nánast aldrei veik. Hrikalegar aukaverkanir komu fram um leið og efninu var sprautað í handlegg hennar en klukkan 23 sama kvöld fékk hún svakaleg hita og kuldaköst, en hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Neyddist hún til að skríða úr rúminu eftir verkjalyfjum og mældist hún þá með tæpar 41 gráður. Segir Margrét næstu tvo sólarhringa hafi hún bara verið í móki. Hún var með stingi um allan líkamann en verstur var stingurinn í höfði hennar, hann hafi verið óbærilegur.

Það sem við tók eftir fyrstu tvo sólarhringana er svohljóðandi „Svo þegar ég vaknaði til lífsins þà var ég svo òendanlega stirð, orkulaus, þreytt, verkjuð og leið bara skringilega. En ég fer með yngstu mína til dagmömmunnar og ég næ ekki að labba upp nokkrar tröppur því mér finnst ég vera að andast bara. Mig verkjaði um allan líkamann og þà sérstaklega í höfðinu, var komin með skerta sjòn, missti ALLT þol, útbrot í andliti, ògleði, svima, náladoða, fjörfisk, var síþreytt og alveg bara òeðliega, ég sofnaði t.d. Í baði, sitjandi í vinnunni og heima með öll lætin í kringum mig, bara hvar sem er hvenær sem er. Ég fékk sjúklega mikla magakrampa, ótrúlega verki við egglos, fyrir og eftir blæðingar og bara þannig að ég là í fòsturstellingu hálfgràtandi og svo voru það þessi hræðilega hita og kuldaköst sem er ekki hægt að lýsa. Þá var ég einnig með hrikalega slæman hòsta og fékk ògeðsleg hòstaköst alla daga og nætur. Ég var það stirð að ég gat ekki skeint mér for crying out loud og þetta var ennþà nokkrum vikum eftir sprautuna.“

Eftir að hafa farið nokkrum sinnum til mismunandi lækna sem virtust kannast við mörg einkennanna og töldu þau tengjast bólusetningunum og eftir að hafa fengið ávísað astmapústum, heimtaði Margrét röntgen mynd sem og hún fékk. Eftir myndatökuna fékk Margrét mjög sterk sýklalyf við kaldri lungnabólgu. Þarna voru liðnar 16 vikur frá bólusetningunni en eftir hún byrjaði á þessum lyfjum skánaði henni til muna. Í dag segist hún vera um það bil 20-30% góð og að hún myndi klárlega vera í endurhæfingu ef einhver gæti annast börnin hennar á meðan.

Margrét segir að lokum í frásögn sinni að hún hafi ekki skrifað hana til þess að segja fólki að fara ekki í bólusetningu eða ráðleggja foreldrum að bólusetja ekki börn sín, „heldur til þess að deila minni reynslu svo að hver og einn geti tekið UPPLÝSTA àkvörðun fyrir sig og sína. Hver og einn verður að meta hvert tilfelli fyrir sig.“

Hér má sjá frásögn hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -