Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Hugmyndir þingmanna um að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum séu óraunhæfar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræði telur hugmyndir þingmanna þess efnis að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á gagnsemi hugvíkkandi efna í geðlækningaskyni séu með óraunhæfar, eins og fram kemur á ruv.is.

Segir einfaldlega að Landspítalinn hafi ekki burði til að sinna slíkum rannsóknum.

22 þingmenn úr öllum flokkum nema VG standa að baki tillögu á alþingi þess efnis að heimila rannsóknir og tilraunir með hugvíkkandi efnið sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum.

Komið hefur fram að fjöldi rannsóknar hafa gefið góða von um virkni þess gegn þunglyndi sem svari illa hefðbundnum lyfjum.

Áðurnefndur Engilbert segir í umsögn um þingsályktunartillöguna að hér á landi skorti innviði til slíkra rannsókna:

„Hér þýðir ekkert að henda einhverjum 50 milljónum í svona verkefni eða 100 milljónum og bara svona kýla á þetta. Það eru 300 svona tilraunir í gangi í heiminum í dag á vegum fyrirtækja sem eru alþjóðleg, tvö þau stærstu eru á markaði hjá Nasdaq og hafa yfir mjög miklum fjármunum að ráða, eru með fjölsetra rannsóknir í gangi í heiminum.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -