Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Íbúar á Hvammstanga þurfa að sjóða neysluvatnið: „Þetta eru jarðvegsgerlar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vegna mengunar er greindist í annarri af vatnslindum Hvammstanga; hafa íbúar bæjarins orðið að sjóða neysluvatn undanfarna viku.

Engin áhætta er tekin – en jarðvegsgerlar fundust í vatninu – en þeir eru ekki skaðlegir fólki nema í mjög miklu magni.

Hvammstangi er stærsta byggðalag Húnaþings vestra; þar búa nú tæplega 600 manns, og svo eru bæir víða í naǵrenni bæjarins:

„Þetta eru jarðvegsgerlar sem að eru í raun og veru allt í kring um okkur en geta orðið varhugarverðir í miklu magni“, segir sveitarstjórinn í Húnaþingi vestra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir í samtali við ruv.is.

Um leið og grunur vaknaði um mengunina voru íbúar beðnir að sjóða allt neysluvatn. Vatnslindinni var lokað og hún hreinsuð; von er á niðurstöðum síðar í dag um hvort íbúum Hvammstanga og nágrennis sé óhætt að drekka vatn úr krananum á nýjan leik.

- Auglýsing -

Unnur Valborg segir mengunina líkegast hafa komið til vegna mikilla leysinga:

„Það er mjög mikið frost í jörðu og svo gerir mjög hraða leysingu og asahláku þannig að yfirborðsvatn hefur í rauninni enga aðra leið en að renna á yfirborðinu og getur þá farið ofan í vatnsból“, segir Unnur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -