Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Icelandair snýr baki við Vestmannaeyingum: „Ekki ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair hættir að fljúga til Vestmannaeyja mánuði fyrr en áætlað var, en þetta staðfestir blaðafulltrúi Icelandair, Ásdís Ýr Pétursdóttir.

Þannig að ekki er hægt að bóka flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja eftir 31. ágúst með Icelandair.

Blaðafulltrúi Icelandair segir að flugfélagið sé að hætta að þjóna þessari árstíðabundnu sumarleið einum mánuði fyrr en venjulega vegna lítillar eftirspurnar, og að á þessari stundu sé það ekki ljóst hvort flugfélagið muni fljúga til Eyja það næsta sumar.

„Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað – það er í lok ágúst – vegna lítillar eftirspurnar í september, “sagði Ásdís hjá Icelandair og bætti við:

- Auglýsing -

„Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -