Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Inga Sæland vill að Svandís Svavars segi af sér: „Þetta er dýra­níð af verstu sort“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

For­maður Flokks fólksins, Inga Sæ­land, lét hafa eftir sér í við­tali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að mat­væla­ráð­herra, Svan­dís Svavars­dóttir  ætti að „taka pokann sinn“ – en Inga var til við­tals um dýra­níð í Borgar­firði sem Mannlíf hefur fjallað mikið um.

 

„Þetta er dýra­níð af verstu sort,“ sagði Inga í við­talinu.

Kemur fram í grein Fréttablaðsins að Svan­dís hafi kallað nýverið eftir upp­lýsingum frá MAST um fram­kvæmd eftir­lits og verk­ferla vegna vel­ferðar dýra er grunur leikur á að um­ráða­menn séu ekki að upp­fylla á­kvæði laga, hvort sem um er að ræða al­mennt eftir­lit eða sam­kvæmt á­bendingum sem stofnuninni berast.

Í erindi sínu til MAST óskaði hún einnig eftir upp­lýsingum um hvort stofnunin telji skort á heimildum í lögum til að tryggja vel­ferð dýra; hvort grípa þyrfti til við­eig­andi ráð­stafana þegar að­stæður krefjast þess.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Mynd/skjáskot.

Inga sagði að það þyrfti að tryggja mun betur eftir­lit með öllu dýra­haldi; að það þyrfti að vera gert „af hörku en ekki lin­kind.“

- Auglýsing -

Vill Inga vill breyta lögunum þannig að hægt sé að kæra dýra­níð beint til lög­reglu; ekki í gegnum MAST – og að lög­reglan beiti sér mun meira í slíkum málum:

„Ráð­herra, í rauninni á ein­hverjum stöðum, þá myndi ráð­herra sem lætur svona lagað við­gangast á sinni vakt, hann myndi ein­fald­lega taka pokann sinn,“ sagði Inga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -