Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

2.500 ungmenni sitja auðum höndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk ungmenni á aldrinum 16 til 24 ára sem stunda ekki atvinnu, nám eða starfsþjálfun voru um 2.500 talsins á síðasta ári, sem gerir um 6,3 prósent ungmenna innan þessa aldurshóps. RÚV greinir frá þessu.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar og byggir á vinnumarkaðsrannsókn hennar. Um er að ræða tölur fyrir árið 2021. Hutfallið er hærra meðal ungra karla en kvenna. Rannsóknin leiddi það í ljós að tæplega 7 prósent karla lögðu ekki stund á atvinnu, nám eða starfsþjálfun, en 5,6 prósent kvenna.

2,7 prósent ungmenna á aldrinum 16 til 19 ára voru ekki í neinu af því þrennu sem tilgreint er.

Á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst árið 2017. Þá stundaði 4,9 prósent einstaklinga í þessum aldurshópi ekki atvinnu, nám eða starfsþjálfun. Hlutfallið var hæst 7,4 prósent, árið 2020.

Hlutfallið er hærra meðal þess hóps ungmenna sem telst til innflytjenda. Þar er hlutfallið 9,8 prósent. Innan þess hóps var hlutfallið síðustu tíu ár lægst árið 2016, þegar það var einungis 1,1 prósent. Það var hæst árið 2012, eða 16,5 prósent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -