Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Aðalsteinn um stýrivaxtahækkun Seðlabankans: „Bara ömurlegt að þurfa að horfa upp á þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttafélags, er afar ósáttur við nýja stýrivaxtahækkun Seðlabankans.

Seðlabankinn tilkynnti í morgunsárið að stýrivextir yrðu nú hækkaðir um 0,5 prósentustig og standa því í 6,5 prósentum. Ástæðan er sögð lakari verðbólguhorfur.

Formaður Framsýnar stéttafélags, Aðalsteinn Árni Baldursson sagðist í samtali við Mannlíf vera afar ósáttur við þessa hækkun.

„Ég verð að viðurkenna að með þessa hækkun og þá hækkun sem kom síðast, þá hefur mér fundist sem Seðlabankinn sé ekki alveg í takti við stöðuna í þjóðfélaginu. Í verðbólgunni sem er núna og því efnahagsástandi sem við búum við í dag, og það tengist ekki bara okkur, heldur líka því sem er að gerast í Evrópu, þar er auðvitað stríð í gangi, þá hefði maður viljað að Seðlabankinn væri með okkur í liði og auðvitað líka stjórnvöld sem við höfum verið að gagnrýna mikið. Þau hafa verið að demba á okkur alls kyns hækkunum á gjaldskrá og öðru um áramótin. Þetta er mjög bagalegt og sorglegt og bara ömurlegt að þurfa að horfa upp á þetta,“ sagði Aðalsteinn og bætti því við að hann hefði verið í alþjóðlegu samstarfi þar sem hann hafi ekki séð eins miklar launahækkanir og á Íslandi en segir ástæðuna augljósa.

„Þar virðist efnahagsstjórnunin bara vera betri þannig að menn eru ekkert að fást við þessi innanbúðarmein sem ég vil meina að sé í íslenskri efnahagsstjórnun. Og það má svo ekki gleyma þetta með verðbólguna, þar hefur maður verið að horfa upp á það að fjármagnseigendur moka til sín peningum á meðan þeir sem skulda, þeirra vandi verður meiri. Þannig að þetta er bara staðan núna. Menn eru svolítið á fylleríi, þeir sem geta haft áhrif á þessa hluti.“

Aðalsteinn, sem er í miðjum samningaviðræðum um þessar mundir, segir heilmarga hafa heyrt í honum varðandi ástandi að undanförnu. „Lánin þeirra hafa verið að hækka alveg gríðarlega. Seðlabankinn má aldrei líta á sig sem eitthvað eyland. Hann er bara hluti af þjóðinni og hluti af okkur og þurfa að vinna meira með okkur, með þeim sem verst standa í þjóðfélaginu, skulda mest.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -