Laugardagur 14. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Afplánar 14 ára fangelsisdóm – lést í örmum dóttur sinnar: „Drap hana út af 19 þúsund krónum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

24 ára Íslendingur var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morð sem hann framdi í smábæ skammt frá Horsens í Danmörku í byrjun mars árið 2010. Hann og samverkamaður hans, sem fékk 12 ára fangelsi, áfrýjuðu dómnum.

Lést í örmum dóttur sinnar

Chanette Sörensen var skotin til bana á heimili sínu í Horsens. Sá sem skaut hana stóð fyrir utan húsið hennar og skaut fimm skotum í gegnum borstofugluggann. Eitt skotið hæfði Chanette í höfuðið og lést hún skömmu síðar í örmum dóttur sinnar Sandie.

Lögreglan handók manninn daginn eftir, en vitni sáu hann flýja af vettvang andartökum eftir að skotunum var hleypt af. Hann var kunnugur hinni látnu og hafði áður átt í sambandi við dóttur hennar, en hann skuldaði þeim peninga vegna fíkniefnaviðskipta.

Af hverju drap hann hana útaf 19 þúsund krónum?

„Það var mikið uppistand. Hann fékk víst 19 þúsund krónur danskar lánaðar hjá mömmu fyrir innborgun. Ég skil ekki af hverju hann drap hana út af 19 þúsund krónum,“ segir Sandie.

Ástæðan fyrir morðinu var fíkniefnaskuld en samkvæmt dóttur Chanette skuldaði maðurinn henni 19 þúsund danskar krónur. Chanette var úr fjölskyldu sem tengdist fíkniefnaviðskiptum, eiginmaður, systir og mágur hennar höfðu öll fengið margra ára fangelsisdóm vegna fíkniefnalagabrota.

- Auglýsing -

Íslendingnum vísað úr landi

Samverkamaður mannsins fékk tólf ára fangelsisdóm. Báðir áfrýjuðu dómum sínum. Dómi samverkamannsins var breytt í fjögur og hálft ár, en dómur mannsins staðfestur. Maðurinn hafði búið í Danmörku frá barnaskólaaldri, en fram kom í dómnum að honum skyldi vísað úr landi að afplánun lokinni.

Kom til Íslands í afplánun og handtekinn að nýju

Í byrjun árs 2020 voru sexmenningar hnepptir í gæsluvarðhald eftir samræmdar aðgerðir lögreglu.  Voru mennirnir grunaðir um stórfellda amfetamínframleiðslu í bústað rétt ofan við Reykjavík. Tveir þeirra höfðu hlotið þunga dóma hvor í sínu smyglskútumálinu og sá þriðji afplánar fjórtán ára dóm fyrir morð.

- Auglýsing -

Aðgerðir lögreglu voru mjög umfangsmiklar, rannsóknin sneri meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, ráðist hefði verið í húsleitir víða og hald lagt á fíkniefni, vopn og fjármuni.

Einn af þessum mönnum var dæmdur í 14 ára fangelsi í Danmörku, eins og fyrr segir, fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sína til bana í smábæ fyrir utan borgina Horsens. Maðurinn kom til Íslands í afplánun og fékk reynslulausn sumarið 2019. Hann rauf skilyrði hennar um jólin 2019 og var færður aftur í afplánun. Þá var leitað í húsnæði sem hann hafði til umráða og þar fundust íblöndunarefni fyrir hörð fíkniefni og var maðurinn handtekinn á Litla-Hrauni.

Bæði tengd fíkniefnaheiminum

Vestari Landsréttur í Danmörku staðfesti 14 ára fangelsisdóm héraðsdóms yfir manninum, fyrir morð á fertugri konu.

Sannað þótti að maðurinn hefði skotið af byssunni úr bíl sem félagi hans ók. Danskir fjölmiðlar segja að ákærði og fórnarlambið hafa þekkst og bæði tengst fíkniefnaheiminum í Horsens.

Fé­lagi hans, 31 árs maður, var dæmd­ur í 3½ árs fang­elsi en héraðsdóm­ur hafði dæmt hann í 12 ára fang­elsi. Sýknaði lands­rétt­ur félagann af ákæru fyr­ir mann­dráp en fann hann sek­an um brot á vopna­lög­um og fyr­ir að setja kon­una í hættu. Félaginn hefur nú afplánað sinn dóm og er laus úr fangelsi. Ritzau-frétta­stof­an sagði, að dóm­ur­inn hafi ekki verið ein­róma og ein­hverj­ir dóm­ar­ar hafi viljað sýkna Íslendinginn af mann­drápsákæru.

Bíll­inn fannst síðar og hafði verið kveikt í hon­um

Chanette Søren­sen lést þegar skotið var fimm skot­um inn um glugga á húsi henn­ar í bæn­um Lund, norður af Hor­sens, í byrj­un mars árið 2010.  Eitt skotið lenti í and­liti kon­unn­ar sem lést sam­stund­is. Skotið var á húsið úr bíl sem ekið var fram­hjá en tveir menn voru í bíln­um. Bíll­inn fannst síðar og hafði verið kveikt í hon­um. Upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél versl­un­ar sýndu, að ann­ar mann­anna keypti þar eld­fim­an vökva.

Ákærði hélt því fram, að hann hefði aðeins skotið af byssu í átt á hús­inu til að hræða tengda­son Søren­sen. Eft­ir morðið fund­ust fíkni­efni graf­in í garði kon­unn­ar og töldu sak­sókn­ar­ar að rekja mætti skotárás­ina til fíkni­efnaviðskipta. Fram kom, að maðurinn hafi átt í sam­bandi við dótt­ur kon­unn­ar og hafi búið þar um tíma í húsi henn­ar. Hann viður­kenndi við rétt­ar­höld­in að hafa skuldað Søren­sen pen­inga en neitaði að hafa ráðið henni bana.

Maðurinn sem skaut konuna er ís­lensk­ur í aðra ætt­ina og hef­ur búið í Hor­sens stór­an hluta æv­inn­ar. Hann var m.a. í sama barna­skóla og dótt­ir kon­unn­ar.

 

Heimildir:

Innlent. 4. janúar 2012. 14 ára fangelsisdómur yfir Íslendingi staðfestur. MBL.

Innlent. 6. apríl 2011. Ég skil ekki af hverju hann drap hana út af 19 þúsund krónum. Vísir.

Jón Þór Stefánsson. 8. ágúst 2021. Íslendingar í aðalhlutverkum í erlendum morðmálum – Fjölskylduharmleikur, aflimað lík og skotárás. DV.

Stígur Helgason. 23. janúar 2020. Þrír hinna handteknu með dóma fyrir skútusmygl og morð. RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -