Miðvikudagur 8. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Allt morandi í lekanda: „Sérstaklega hjá ungu fólki sem er virkt í kynlífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þessi aukning hefur verið að gerast í nokkur ár, en virðist vera enn meiri núna. Sérstaklega er þetta hjá ungu fólki sem er virkt í kynlífi, en það er áhyggjuefni, því þessi sýking getur haft alvarlegar afleiðingar og er stundum einkennalaus, þannig að hún greinist ekki og getur þá valdið ófrjósemi hjá konum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í samtali við fréttastofu Rúv.

Tilfellum vegna lekanda hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Tvöföldun var á milli áranna 2023 og 2022, og fóru úr 158 upp í 339 skráð tilfelli, sem er það mesta sem greinst hefur í þrjá áratugi.

Lekandi er læknaður með sýklalyfjum en talsvert hefur borið á ónæmi bakteríunnar í Evrópu:

„Sem betur fer höfum við ekki orðið vör við ónæmar bakteríur hérlendis en því miður er það orðið algengara erlendis. Það er fylgst með því hér og athugað með næmi á þessum bakteríum ef það er sent í ræktun. Þess vegna er mjög mikilvægt að læknar og heilbrigðisstarfsfólk taki sýni, eða að fólk taki sýni sjálft eins og hægt er að gera, og það sé sent í greiningu og ræktun í kjölfarið.“

Óljóst er hvað veldur aukningunni þó draga megi þá ályktun að ungt fólk noti síður smokkinn, sem er talin besta vörnin gegn kynsjúkdómasmiti. Jafnframt má áætla að fólk eigi sér fleiri bólfélaga en áður.

„Það er erfitt að takast á við hlutina ef maður veit ekki alveg hvað veldur,“ segir Guðrún að endingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -