Þriðjudagur 3. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Andi Reykjavíkur“ lenti í Keflavík – Áhöfnin æfði með bandaríska sjóhernum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

P-8 leitarflugvél konunglega breska flughersins lent á Keflavíkurflugvelli á dögunum. Ber flugvélin nafnið Spirit of Reykjavík.

Landhelgisgæslan segir frá lendingunni á heimasíðu sinni en starfsmenn hennar á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli tóku vel á móti áhöfn vélarinnar. Æfði hún meðal annars með bandaríska sjóhernum auk þess sem hún sótti fund með fulltrúum Gæslunnar.

Jón B. Guðnason og Marvin Ingólfsson.
Ljósmynd: lhg.is

Flugvélinni var gefið nafnið Spirit of Reykjavík árið 2020 en það var af virðingu við hlutverk Reykjavíkur og Íslendingar vegna sigurs bandamanna í orrustunni um Atlantshafið í seinni heimsstyrjöldinni.

Flugvélin flaug svo á brott í gær en á meðfylgjandi myndum má sjá Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóra varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar og Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóra varnarmálasviðs, ásamt áhöfn flugvélarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -