Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Þyrla Gæslunnar sótti veikan einstakling austur á Hérað: „Sjúkraflugið komst ekki vegna þoku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug til Egilsstaða í morgun og flutti veikan einstakling á spítala.

Íbúum á Héraði fyrir austan brá nokkuð í morgun þegar sjúkrabíll í lögreglufylgd keyrði í ofvæni á Egilsstaðaflugvöll, þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar beið. Reyndist vera um veikan einstakling að ræða sem þurfti á bráðri hjálp að halda á sjúkrahúsi. Vegna þoku hafði sjúkraflugvélin ekki komist í loftið og var því kallað eftir þyrlu Gæslunnar.

„Við fengum útkall snemma í morgun austur vegna veikinda,“ segir Viggó Sigurðsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni í samtali við Mannlíf. „Við sendum þyrluna vegna þess að sjúkraflugið komst ekki vegna þoku á svæðinu.“

Að sögn Viggós er Landhelgisgæslan ávalt sjúkraflugi innan handar, komist flugvélar einhverra hluta vegna ekki í loftið til að sinna sjúklingum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -