Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Andri Snær vill meira myrkur í borginni: „Þessir náttúrutollverðir eru að verða hvimleiðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andri Snær Magnason segist þreyttur á „náttúrutollverðum“.

Bæjarstjóri Seltjarnarness, Þór Sigurgeirsson, segir það koma til greina að rukka fyrir bílastæðin við Gróttu en svæðið er ansi vinsælt, sér í lagi á heiðskírum vetrarkvöldum en þá kemur fjöldi manns þangað til að skoða norðurljósin. Andri Snær Magnason rithöfundur er ekki á því að rukka þurfi fyrir bílastæði á svæðinu en kemur með aðra hugmynd. Stingur hann upp á að slökkt verði á lýsingunni í kvosinni, á Hafnarsvæðinu og í kringum Hörpu, svo fólk geti notið norðurljósanna þar líka, laust við borgarljósin. Hér fyrir neðan má lesa færslu Andra Snæs sem hann skrifaði á Facebook í dag.

„Eina ástæðan fyrir örtröð úti á Gróttu þegar viðrar til Norðurljósaskoðunar er sú að flestir borgarhlutar eru oflýstir. Í ljósi þess að langflestir ferðamenn á þessum árstíma eru hingað komnir einmitt vegna Norðurljósanna væri hægur vandi að myrkva kvosina, Hafnarsvæðið eða svæði kringum Hörpu og Sæbraut einmitt þegar þannig stendur á veðri. Svo má prófa að slökkva á borginni þegar stórviðburðir eru á himni og kannski stöku sinnum fyrir barnafólk og aðra sem hafa ekki aðstöðu til að fara út fyrir bæinn til að sjá dýrðina. Já og ekki rukka inn í Gróttu – þessir náttúrutollverðir eru að verða hvimleiðir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -