Föstudagur 12. apríl, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ásta gerði samkomulag við Barnavernd: „Byggðist á því að Oddný bæri ábyrgð á okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Laugardaginn 13. janúar klukkan 13:02 verður birtur annar þáttur í hlaðvarpsþættinum Mamma á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Kolbeinn Þorsteinsson, sonur Ástu Sigurðardóttur listakonu og Þorsteins frá Hamri, rifjar upp minningar sínar frá miklum umbrotatíma í ævi móður sinnar og varpar ljósi á baráttu hennar til að fá til sín aftur börnin sem frá henni voru tekin. Margt hefur verið sagt um Ástu Sigurðardóttur, en oftar en ekki horft til þess sem hún skildi eftir sig á sviði lista. Móðirin Ásta hefur legið milli hluta, en það var hún þó sannarlega þótt oftast bæri þar skugga á.

„Í lok seinasta þáttar sagði ég frá því að mamma hefði, með aðstoð systur sinnar, Oddnýjar náð samkomulagi við barnavernd sem gerði henni kleift að hafa okkur systkini þrjú, mig, Þóri og Ásu hjá sér. Samkomulagið byggðist á því að Oddný bæri ábyrgð á okkur og við byggjum á heimili hennar á Hvammstanga. Þangað lá leið okkar. Í öðrum þætti verður haldið áfram þar sem frá var horfið,“ segir Kolbeinn í þætti númer tvö.

Ásta eignaðist sex börn um ævina en hún dó árið 1971, þá aðeins 41 árs gömul.

Öll þessi týndu blóm.
Tíbráin á hvítu vorkvöldi.
Nú kveðjum við þig
við sem þú gafst svo mikið
við sem skuldum þér svo mikið.
Vertu sæl Ásta.
Geymi þig Guð.

Svo orti Unnur Eiríksdóttir eftir andlát Ástu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -