Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Barn á Suðurlandi veiktist eftir að hafa innbyrt kannabis-bangsa: „Við höfum fengið áfallahjálp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm ára stúlka var hætt kominn fyrir stuttu á Selfossi er hún innbyrti hlaupabangsa fullan af kannabisefnum. Málið er enn óupplýst.

Vísir segir frá málinu en á föstudaginn barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi um málið.

„Svona mál koma því miður upp annað slagið hér á landi og eru þau litin mjög alvarlegum augum. Einhverra hluta vegna er efnum komið fyrir í hlaup „fígúrum“ dulbúið sem sælgæti sem oftast er markaðsett fyrir börn. Rannsókn málsins beinist m.a. að því að kanna hvort um einangrað tilvik á svæðinu sé að ræða en það skal tekið fram að frekari upplýsingar um hana verða ekki gefnar á þessu stigi málsins,“ sagði í tilkynningu lögreglu.

Fjórir sjúkraflutningamenn á vettvangi er hún kom heim

Móðir stúlkunnar heitir Anna María Hoffmann Guðgeirsdóttir en hún sagði frá því á Facebook-síðu sinni að fimm ára dóddir hennar hefði vaknað með hita þann 31. mars síðastliðinn. Amma stúlkunnar hafði verið að passa hana á meðan Anna María stundaði vinnu sína á leikskóla. Í fínu lagi var með stúlkuna í hádeginu.

Anna María Hoffmann Guðgeirsdóttir er móðir þeirrar litlu. Hún vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að fimm ára dóttir þeirra hafi vaknað með hita þann 31. mars. Amma stúlkunnar hafi passað hana á meðan Anna María fór til vinnu á leikskóla. Í hádeginu var í góðu lagi með þá fimm ára. „Ég er svo í hvíld með börnin á deildinni minni þegar að yfirmaður minn kemur og segir mér að ég þurfi að drífa mig heim því það sé eitthvað að hjá yngstu stelpunni minni. Ég rýk af stað og hringi í manninn minn sem segir að barnið sé meðvitundarlítið og sjúkrabílar séu á leiðinni heim. Þegar ég kem heim eru fjórir sjúkraflutningsmenn inni hjá mér,“ segir Anna María í færslunni.

- Auglýsing -

Sagði hún að einn viðbragðsaðilinn hafi haldið á dóttur þeirra hálf meðvitundalausri og gubbandi.

„Fórum beint á Barnaspítalann með hana í sjúkrabíl og eldri systkinin eftir að bíða frétta. Þegar á Barnaspítalann er komið eru teknar blóðprufur, mænuástunga og þvagsýni til að rannsaka og þá kemur í ljós að það mælist kannabis í þvagi. Við foreldrarnir eitt spurningamerki því enginn í kringum okkur og hvað þá við að nota svoleiðis. Eldri börnin tvö spurð hvort þau kannist við eitthvað um þetta og bæði svöruðu „Hvað er kannabis?“ þar með voru þá hreinsuð af grun. Þau ásamt ömmu sinni fara að skoða um heima hvort eitthvað þessu líkt sé á heimilinu þegar að sonur minn spyr hvort hann megi fá síðasta bangsann af hlauppoka sem Helga hafði verið að borða.“

Hélt að pokinn kæmi úr páskaeggi

- Auglýsing -

Sagðist amman hafa fundið pokkann í bíl sínum og haldið hann vera úr páskaeggi en pokinn leit þannig út, hann var innsiglaður og úr þykku plasti. Hún hafi því í sakleysi sínu gefið þeirri stuttu pokann til að gleðja lasna ömmustelpu sína.

„Ekkert er vitað hvaðan pokinn kom eða hvernig, móðir mín hélt að einhver hefði borðað páskaegg í bílnum og skilið hlaupbangsapokann eftir. Sonur minn beit hausinn af bangsanum og sagði að hann væri vondt eftirbragð af honum og hann væri eitthvað skrítinn. Við þetta féll sá grunur á að þetta væri ekki venjulegur hlaupbangsi og spítalinn sendi lögregluna að rannsaka bangsann.“

Kom þá í ljós að hlaupabangsarnir innihéldu kannabis og áhrifin af þeim á barnið fjórföld á við það sem væri hjá fullorðnum. Sú litla var með kannabiseitrun og var haldið á gjörgæslu í sólarhring og síðan annan á Barnaspítala Hringsins.

„Sem betur fer voru lífsmörk hennar alltaf sterk en hún var með mjög hraðan púls og þurfti súrefni til að halda upp 100% súrefnismettun þar til um kvöldið.“

Aftur full af orku

Konan sagði í færslunni að dóttir hennar muni ekki bera varanlega skaða af þessu atviki og það sé ljósi punkturinn í ferlinu. Sú fimm ára sér aftur orðin full af orku og gleði.

„Páskarnir fóru svo í fjölskyldusamveru, njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða og meðtaka þetta áfall sem við urðum fyrir. Við höfum fengið áfallahjálp, fjölskyldumeðferð og sálfræðihjálp til að jafna okkur á þessu en það verður okkar helsta vinna næstu mánuði.“

Að sögn Önnu Maríu er, eftir því sem hún best veit, búið að rannsaka alla aðila sem komu nálægt bíl ömmunnar og hreinsa þá af grun.

„Enginn veit hvaðan pokinn kom eða hvernig hann komst í bílinn og það er það sem við erum varnarlaus gagnvart. Við viljum koma því út til samfélagsins að allskonar efni eru komin í hlaup form og varið börnin og aðra við því að þetta sé í umhverfinu. Ef þið ætlið að gefa börnum og öðrum sælgæti er gott að kaupa það sjálf í búðinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -