Þriðjudagur 21. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Barnavernd kölluð til vegna slagsmála ungmenna – Kastaði glerflösku í höfuð einstaklings

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðina hafði í nógu að snúast í nótt samkvæmt dagbók hennar.

Tilkynning barst lögreglustöð 1, sem sinnir Vesturbænum, miðborginni, Hlíðunum, Laugardalnum, Háaleitinu og Seltjarnarnesinu barst tilkynning um líkamsárás en árásarþoli var með minniháttar áverka. Einn einstaklingur var grunaður í málinu en hann hafði látið sig hverfa áður en lögreglan mætti á vettvang.

Leigubílsstjóri óskaði eftir aðstoð eftir að farþegi gat ekki greitt fyrir umbeðinn akstur.

Þá var einstaklingur handtekinn eftir að hann kastaði glerflösku í höfuð annars einstaklings. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar á málinu en árásarþolinn var fluttur á bráðamóttökuna til skoðunar.

Lögreglan sem sinnir útköllum í Kópavoginum og í Breiðholtinu barst tilkynning um slagsmál en slagsmálahundarnir voru farnir af vettvangi á bifreið þegar lögreglu bar að garði. Voru þeir handteknir stuttu síðar þegar lögreglumenn veittu bifreiðinni athygli. Voru fjórir aðilar í bifreiðinni og var þeir allir handteknir og færðir á lögreglustöð. Sökum aldurs hinna handteknu er málið unnið með fulltrúum barnaverndar en þeir voru látnir lausir eftir viðræður á lögreglustöð. Árásarþolinn er ekki talinn mikið slasaður.

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklinga sem gengur í burtu frá honum án þess að greiða fyrir þjónustu hans.

Að lokum stöðvaði lögreglan bifreið en ökumaður hennar hafði mælst á 153 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði við bestu aðstæður er 80 km/klst.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -