Par í Árbænum lenti í ömurlegu atviki í nótt en þá voru tveir bílar þeirra stórskemmdir af bíræfnum þrjótum. Voru afturrúður beggja bíla brotnar og skorið á öll dekk þeirra en bílarnir eru nýlegir BMV og Tesla. Konan vill meina að annað par hafi skemmt bílanna. „Þau hata mig útaf ég er með hennar fyrrverandi,“ skrifar konan á Facebook um þá sem hún grunaðar um skemmdarverkin. Atvikið átti sér stað í nótt að sögn parsins og óska þau eftir vitnum að skemmdarverkunum.
„Ekki falleg sjón að koma út sjá bílanna sína í rústi að aftan.. og jafnvel fleirum af þessum strákum í þessum vina hóp.. flott hjá ykkur að ráðast dauðan hlut.. og hvernig væri nú svara símanum fávitar…..,“ skrifar maðurinn um málið á Facebook.
Fólk er beðið að hafa samband í síma 7803403 ef það hefur upplýsingar um málið.