Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Bjarni Ben – Æsingur á fundi fjárlaganefndar: „Heldurðu að þú komist upp með þetta?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætti á fund fjárlaganefndar Alþingis ásamt fjórum starfsmönnum ráðuneytisins til að ræða sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Fundurinn hófst klukkan hálf níu í morgun.

Þing­mönn­um nefnd­ar­inn­ar og ráðherra var heitt í hamsi og gripu ít­rekað fram í fyr­ir hvor­um öðrum. Bjarni sakaði Eyj­ólf Ármanns­son, þing­mann Flokks fólks­ins, m.a. um að hafa ekki stjórn á sér. Þing­menn spurðu ráðherra oft um mögu­legt van­hæfi hans þegar kom að söl­unni þar sem að fé­lag í eigu föður hans, Hafsilf­ur, var meðal þeirra sem keyptu hluti í bank­an­um.

Heldurðu að þú komist upp með þetta?

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata spyr Bjarna: „Bjarni, bara held­urðu í al­vör­unni að þú kom­ist upp með að selja pabba þínum banka eft­ir allt sem að hef­ur gengið á und­an,“ spurði Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, fjár­málaráðherra á fundi fjár­laga­nefnd­ar í morg­un.

„Vafn­ing­inn, sjóð 9, sendi­herra kap­al­inn, Fal­son og skýrslu­dótið, bara eft­ir allt þetta vesen sem að þú og flokk­ur­inn er bú­inn að láta sko þjóðina ganga í gegn­um á und­an­förn­um ára­tug,“ taldi Björn Leví upp og var þá að vísa til alls þess sem gengið hafði á und­an sölu rík­is­ins á Íslands­banka.

Bjarni taldi ein­fald­lega aldrei neitt til­efni hafa gef­ist til að fara ofan í hæfn­ismatið.

Þá sagði hann að all­ir aðrir stjórn­mála­menn, sem hafa snef­il af virðingu fyr­ir siðmenntuðu sam­fé­lagi, væru bún­ir að segja af sér út af hverju ein­asta máli.

- Auglýsing -

„Held­urðu í al­vör­unni að þú kom­ist upp með þetta,“ spurði hann Bjarna Bene­dikts­son fjár­málaráðherra aft­ur.

Bjarni tók ekki vel í þessi orð og sakaði Björn Leví um að halda uppi áróðri gegn sér.

„Ég hef bara aldrei átt í vand­ræðum með það að mæta kjós­end­um í þessu landi, ganga í gegn­um kosn­ing­ar, mæta þér og öðrum mót­fram­bjóðend­um, svara fyr­ir mig og mín mál. Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður.

- Auglýsing -

Og nú gegn­um við til kosn­inga í sept­em­ber síðastliðinn og það var einn þingmaður sem fór með fleiri at­kvæði á bakvið sig held­ur en nokk­ur ann­ar sem að fékk kosn­ingu í þeim Alþing­is­kosn­ing­um, og það er sá sem þú ert að tala við núna,“ svaraði Bjarni.

Björn Leví spurði þá aft­ur hvort ráðherra teldi hollt fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag að upp­lýs­ing­ar um að fjár­málaráðherra hafi selt faðir sín­um banka, skyldu koma upp eins og gerðist.

Bjarni sakaði Björn Leví enn og aft­ur um áróður og sagði hann það ekki stand­ast skoðun.

Sala bankans undir rannsókn

Salan hefur sætt mikilli gagnrýni og hafa bæði fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Ríkisendurskoðun hafið rannsókn á henni. Þá hefur verið kallað eftir því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd í málinu en því hafa stjórnarflokkarnir hafnað, í það minnsta þar til niðurstaða í rannsóknum fjármálaeftirlits og Ríkisendurskoðunar liggur fyrir.

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, mættu  á fund fjárlaganefndar á miðvikudag þar sem þeir fóru yfir söluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Lög um peningaþvætti verið broti

Þá sagði Björn Leví það vera stjarn­fræðilega ólík­legt að for­stjóri og stjórn­ar­formaður Banka­sýsl­unn­ar hafi ekki gert sér grein fyr­ir að Hafsilf­ur, fé­lagið sem keypti hluti í Íslands­banka 22. mars síðastliðinn, hafi verið í eigu faðir fjár­málaráðherra, Bene­dikts Sveins­son­ar.

Velti hann upp hvort það væri ekki skylda ráðherra að spyrja spurn­inga um hvort hann væri van­hæf­ur að taka ákvörðun í ferli sem er ekki al­mennt.

„Við vor­um ekki í beinni sölu, við vor­um að fram­kvæma útboð. Útboð þar sem við vor­um með skil­grein­ing­ar á því hverj­ir gætu tal­ist hæf­ir til þess að taka þátt. En ef að þingmaður er svona sann­færður um að stjórn­sýslu­lög hafi verið brot­in, hér hafi lög um pen­ingaþvætti verið brot­in, hér hafi lög um marg­ar aðrar laga­grein­ar verið brotn­ar, þá hlýt­ur hann bara að vera ró­leg­ur því allt er þetta til skoðunar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -