Föstudagur 11. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Bjarni Ben og framhjáhaldssíðan: „Við höfum aldrei síðan farið inn á þennan vef“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjö ár eru liðin frá því að upplýsingur um notendur framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison var lekið á netið. Þar á meðal var notendanafnið Icehot1 sem reyndist vera aðgangur þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar.

Samkvæmt heimildum Vísis er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skráður á vefinn Ashley Madisson undir notendanafninu IceHot1. Sá notandi er svo skráður til heimilis að Bradenton 10 34201 1, Flórída. En, það mun vera heimilisfang föður Bjarna í Bandaríkjunum,“ sagði í frétt Vísis eftir lekann.

Ásamt heimilisfangi föður Bjarna var gamalt netfang hans tengt við aðganginn

Flestir fjölmiðlar tóku þá ákvörðun að segja ekki frá því að upplýsingum Bjarna hefði lekið. Aðstoðarmenn Bjarna þá, Teitur Björn Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, svöruðu ekki símanum í viku, frá lekanum þar til eiginkona Bjarna, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, birti skyndilega stöðufærslu og virtist falla á sverðið fyrir eiginmann sinn.

Hún sagði þau hjónin hafa stofnað aðganginn saman, einungis til að svala eigin forvitni, hálfgert sprell sem endaði í fíflagangi.  „Við höfum aldrei síðan farið inn á þennan vef. Það var aldrei greitt fyrir skráningu eða aðgang að vefnum. Þessi heimsókn hefur ekki leitt til samskipta við nokkurn mann, hvað þá trúnaðarbrots af neinum toga,“ skrifaði Þóra. Hún sagði þau Bjarna hafa skráð sig árið 2008 en aldrei notað vefinn eftir það.

Stundin greindi síðar frá því að af gögnunum að dæma þá ekki væri betur séð en aðgangurinn hafi verið notaður í um mánaðarskeið. Erfitt væri þó að fullyrða um það, þar sem sjálfvirkar uppfærslur, skekktu myndina.

- Auglýsing -

Vefurinn virkaði þannig að frítt var fyrir karlmenn að skrá sig en verð var rukkað fyrir að senda konum skilaboð og fyrir að lesa skilaboð frá þeim. Konur gátu þó notað vefinn að kostnaðarlausu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -