Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Brugghúsdagurinn – sala áfengis heimiluð frá framleiðslustað: „Breytingar í takt við nýja tíma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er stundum sagt að dropinn holi steininn og ég held að það eigi alveg sérstaklega við í þessu máli. Hér eru tímamót í þessum málum og ég vil fagna því alveg sérstaklega hvað það er mikil samstaða um þessar breytingar í þinginu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, við atkvæðagreiðsluna.

Brugghúsdagurinn

Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi.

Bjór og annað á­fengi hefur aldrei mátt kaupa neins staðar á Ís­landi nema í ríkinu. Það er að segja ef menn vilja taka það með sér heim og njóta þess þar.

Næstu mánaða­mót verður breyting á þessu en með lögum sem Al­þingi sam­þykkti í gær­kvöldi verður sala á­fengis heimil frá fram­leiðslu­stað; öllum brugg­húsum sem fram­leiða minna en 500 þúsund lítra á ári. Það gildir um öll smærri brugg­hús landsins nema Kalda eins og staðan er í dag.

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði loksins loksins, opnast glufa í þá átt að afnema einokun ÁTVR. Hildur vill kalla daginn brugghúsdaginn.

„Ég ætla að leyfa mér að segja að ég held að af þessu tilefni ættum við að ákveða að fimmtándi júní eða jafnvel sextándi júní eftir atvikum, verði haldinn hátíðlegur eins og við höfum haldið uppá bjórdaginn frá 1. mars 1988 og kalla hann brugghúsdaginn, sagði Hildur Sverrisdóttir á Alþingi í kvöld.

- Auglýsing -

Innleiða breytingar í takt við nýja tíma

Jón sagði að samþykkt frumvarpsins markaði tímamót. Frumvarp dómsmálaráðherra um að heimila sölu áfengis á framleiðslustað, var samþykkt sem lög frá Alþingi í kvöld með 54 samhljóða atkvæðum. Frumvarpið öðlast gildi 1. júlí næstkomandi.

Jón sagði ljóst að löngu tímabært væri að endurskoða núgildandi löggjöf og innleiða breytingar.

„Þær breytingar sem orðið hafa í okkar samfélagi og í kringum okkur gera kröfu til þingsins um að axla þá ábyrgð að innleiða hér breytingar í takt við nýja tíma.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -