Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Brynhildur leikhússtjóri: „Enginn getur farið heill í gegnum lífið án þess að vita uppruna sinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynhildur Guðjónsdóttir var nýtekin við sem leikhússtjóri Borgarleikhússins þegar skellt var í lás vegna COVID-19 og segir það vissulega hafa verið krefjandi en það sé þó verkefni sem hún muni leysa ásamt sínu frábæra starfsfólki.

Brynhildur segist telja að enginn geti farið heill í gegnum lífið án þess að vita uppruna sinn en sjálf var hún á unglingsaldri þegar hún fékk að vita að blóðfaðir hennar væri franskur. Á sama tíma og Brynhildur stóð frammi fyrir því að þurfa að loka leikhúsinu eftir örfáa daga sat hún úti í sal þar sem frumsýning var um það bil að hefjast í Borgarleikhúsinu þegar hún fékk símtal um að blóðfaðir hennar væri látinn.

Franskur blóðfaðir

Brynhildur er fædd árið 1972. Hún er einbirni, dóttir hjónanna Margrétar Pálsdóttur og Guðjóns Magnússonar, bjó í Kópavogi sem barn, gekk í Digranesskóla, átti kött og fór í sveit á sumrin. Hún segist hafa átt góða æsku og notið góðs atlætis foreldra sinna. Um unglingsaldurinn hafi hún fengið að vita að blóðfaðir hennar væri franskur sem hafi skýrt það að hún hafi alltaf skorið sig aðeins úr, með sitt dökka hár og stóru brúnu augun. Hún hafi komist í samband við blóðföður sinn mörgum árum síðar, þegar hún var sjálf komin á fullorðinsár og stödd í fríi í Frakklandi. Þá hafi hún haft upp á honum og hringt í hann.

„Það var merkileg stund. Ég sagði honum að hann þekkti mig ekki neitt og ég væri ekki að fara fram á neitt frá honum en ég væri frá Íslandi og hugsanlega dóttir hans. Hann tók mér einstaklega vel og það var mikil gæfa að fá að kynnast honum og fjölskyldu hans. Ég held að enginn geti farið heill í gegnum lífið án þess að vita uppruna sinn. Myndin verður að vera heil, annars erum við ekki heil.

Hann lést svo í mars síðastliðnum úr lungnakrabbameini. Ég sat úti í sal þar sem frumsýning á Skattsvik Development Group var um það bil að hefjast í Borgarleikhúsinu þegar ég fékk símtalið. Stundum þarf að kyngja hlutunum hráum. Ég fór fram og tók símtalið, strammaði mig af og snýtti mér og settist svo inn á sýninguna. Þannig var það nú.

Þetta var kvöldið fyrir frumsýningu á 9 lífum, en þann dag vissum við að þremur dögum síðar myndum við skella í lás í leikhúsinu vegna heimsfaraldurs COVID-19. Þarna hafði ég verið leikhússtjóri í þrjár vikur. Það gekk sem sagt á ýmsu á fyrstu metrunum. En þetta er nú víst það sem er kallað lífið.“

- Auglýsing -

Brynhildur man vel „hvernig leiklistin setti í fyrsta sinn fingrafar á sálina“ í henni, eins og hún orðar það sjálf. Það var í Þjóðleikhúsinu árið 1976. „Foreldrar mínir fóru með mig að sjá Kardemommubæinn. Ég sat víst grafkyrr og sagði ekki orð allan tímann, en eftir sýninguna gjörsamlega fríkaði ég út. Ég var mjög stillt barn,“ segir hún og leggur áherslu á orðið mjög, „þótt ég hafi vissulega verið uppátækjasöm en uppátækin fólust kannski helst í því að skoða í skúffur sem ég mátti ekki skoða í og klæða köttinn í dúkkuföt.

Ég var ekki fyrirferðarmikið barn eða með læti, en þarna horfðu foreldrar mínir á einhverja óhemju sem hringsnerist og veltist á gólfinu, þessi fyrsta upplifun mín af leikhúsinu hafði svo ofboðslega sterk áhrif á mig. Tjaldið féll og ég bara umturnaðist. Ég verð mömmu og pabba ævinlega þakklát fyrir að hafa hlustað á mig romsa upp úr mér sögum og leyft mér að hlusta endalaust á plötur. Ég var ábyggilega óþolandi,“ segir hún og hlær létt.

Öll dýr í dýraríkinu

- Auglýsing -

Á meðan Brynhildur skrifaði BA-ritgerðina sína í frönsku á þriðja ári í Háskólanum ákvað hún að sækja um í leiklistarskóla í Bretlandi. Hún hafði tekið þátt í Stúdentaleikhúsinu í Háskólanum og segist hafa verið komin á bragðið með að vera í útlöndum eftir að hafa dvalið í Frakklandi og þess vegna ákveðið að sækja bara um í Bretlandi en ekki í Leiklistarskólanum hér heima.

„Ég vildi komast í eins klassískt leikaranám og mögulegt var og valdi því Bretland. Ég fór í inntökupróf í nokkrum leiklistarskólum í Bretlandi. Einn af þeim var Guildhall School of Music & Drama í London og ég fann um leið og ég kom þangað inn í fyrsta skipti að þarna vildi ég vera. Ég hafði farið í inntökupróf í öðrum skóla og þar var allt mjög einsleitt og uppskrúfað. Svo kom ég inn í Guildhall þar sem voru bara öll dýr í dýraríkinu: Stór og lítil, feit og mjó, svört og hvít, græn og gul, skökk og ekki skökk og svona og hinsegin. Mér fannst ég passa þarna inn. Þarna var allt litrófið.“

Ég var mjög stillt barn

Brynhildur man vel „hvernig leiklistin setti í fyrsta sinn fingrafar á sálina“ í henni, eins og hún orðar það sjálf. Það var í Þjóðleikhúsinu árið 1976. „Foreldrar mínir fóru með mig að sjá Kardemommubæinn. Ég sat víst grafkyrr og sagði ekki orð allan tímann, en eftir sýninguna gjörsamlega fríkaði ég út. Ég var mjög stillt barn,“ segir hún og leggur áherslu á orðið mjög, „þótt ég hafi vissulega verið uppátækjasöm en uppátækin fólust kannski helst í því að skoða í skúffur sem ég mátti ekki skoða í og klæða köttinn í dúkkuföt.

Ég var ekki fyrirferðarmikið barn eða með læti, en þarna horfðu foreldrar mínir á einhverja óhemju sem hringsnerist og veltist á gólfinu, þessi fyrsta upplifun mín af leikhúsinu hafði svo ofboðslega sterk áhrif á mig. Tjaldið féll og ég bara umturnaðist.

Ég verð mömmu og pabba ævinlega þakklát fyrir að hafa hlustað á mig romsa upp úr mér sögum og leyft mér að hlusta endalaust á plötur. Ég var ábyggilega óþolandi,“ segir hún og hlær létt.

Ástin var sannarlega velkomin í mitt líf

Brynhildur kynntist unnusta sínum, Heimi, fyrir rúmum tíu árum síðan. Hún var þá tiltölulega nýskilin. Hún segist viðurkenna að hún hafi hugsað með sér að hún yrði einhleyp það sem eftir væri.

„Ég var 38 ára og fannst ég bara ljót og óáhugaverð en ég hugsa að það sé eðlilegt að slíkar tilfinningar bærist innra með manni eftir skilnað. En svo þarf einfaldlega að spýta í lófana og áfram gakk. Ástin var sannarlega velkomin í mitt líf.“

 

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hjá Vikunni.

 

Heimild:

Guðrún Óla Jónsdóttir. „Þetta er nú víst það sem er kallað lífið.“ Vikan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -