Miðvikudagur 19. júní, 2024
8 C
Reykjavik

Daníel leitaði á bráðamóttöku eftir „ofbeldi“ lögreglu: „Yfirvöld eru orðin hrædd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn þeirra mótmælenda sem fékk á sig piparúða í aðgerð lögreglunnar fyrir utan Skuggasund 3 á dögunum segir framgöngu lögreglunnar hafa farið „algjörlega út fyrir allt meðalhóf.“

Mótmælin, eða öllu heldur viðbrögð lögreglu vegna þeirra, hafa vakið athygli út fyrir landsteinanna en til að mynda birti katarski fréttamiðillinn Al Jazeera myndskeið frá mótmælunum á Instagram-síðu sinni.

Daníel Þór Bjarnason er einn af þeim mótmælendum sem fékk á sig piparúða frá lögreglunni á föstudagsmorgun. Hópur hafði safnast fyrir utan Skuggasund 3 þar sem fyrirhugaður var ríkisstjórnarfundur, til að mótmæla aðgerðarleysi yfirvalda varðandi þjóðarmorðið á Gaza. Neitaði hópurinn að færa sig svo bifreiðar ráðherranna kæmust sína leið og lögðust sum þeirra á götuna. Þegar mótmælendur hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu um að færa sig, ýtti lögreglan við mótmælendunum og spreyjuðu ítrekað piparúða í andlit þeirra. Mannlíf ræddi við Daníel Þór um framgöngu lögreglunnar en hann er einn af þeim þremur einstaklingum sem leituðu til bráðamóttökunnar eftir mótmælin.

Segðu mér, þú fékkst piparúða í andlitið ekki satt?

„Jú mikið rétt. Í tvígang verð ég fyrir piparúða af höndum lögreglu. Í bæði skiptin er ég að gera lítið annað en að taka upp á símann hjá mér og biðla til lögreglu að tala við fólk í stað þess að beita það ofbeldi. Nota orðin sín og tala við þá sem eru að nýta stjórnarskrá varða rétt sinn til að mótmæla og segja sína skoðun.“

Hvað finnst þér um framgöngu lögreglunnar?

- Auglýsing -

„Framganga lögreglu er algjörlega út fyrir allt meðalhóf sem þeim er skylt að fylgja hvívetna í sínum störfum. Þannig að auðvitað er ég ósáttur við þeirra vinnubrögð í þessu máli og það væri verulegt áhyggjuefni fyrir lýðræðið ef lögregla ætlar að halda áfram að beita þá ofbeldi er nýta rétt sinn til að mótmæla. Það segir sig sjálf.“

Hvernig líður þér núna?

„Mér líður allskonar, upp og niður. Einhver blanda af reiði, en einnig sýnir þetta mér að yfirvöld eru orðin hrædd, annars væru þau ekki að reyna að þagga niður í þeim sem að láta skoðun sína í ljós.“

- Auglýsing -

Mun þetta draga úr baráttuanda þínum?

„Þvert á móti, var mættur á Austurvöll í gær og mun halda áfram að mæta og segja mína skoðun og styðja Frjálsa Palestínu.“

Dómsmálaráðherra hefur sagt að lögreglan hafi ekki beitt óþarfa valdi, ertu sammála því?

„Þau ummæli dæma sig sjálf.“

Nú sagði yfirlögreglustjóri í viðtali við RÚV í hádeginu í gær að það sem mótmælendur gerðu, að koma í veg fyrir að ráðherra kæmust ferða sinna, mætti túlka sem ofbeldi. Ertu sammála þeim orðum?

„Aftur dæma þessi orð sig sjálf. Ég held að allir þeir sem hafa eitthvað almennt vit átti sig á því að það að leggjast í jörðina er friðsæl leið til að mótmæla.“

Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? 

„Ég vonast til þess að samfélagið okkar átti sig á alvarleika þessara árása á almenna borgara. Þessar árásir eru árásir á lýðræðið í landinu. Lifi frjáls Palestína.“

Hér má sjá myndband frá mótmælunum sem Daníel Þór tók.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -