Mánudagur 14. október, 2024
3 C
Reykjavik

Domino’s hækkar verð á þriðjudagstilboði en segist með besta dílinn – Spaðinn þó hagstæðastur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Domino’s hefur hækkað verð á þriðjudagstilboðinu sínu fræga.

Neytendur hafa í tíu ár gengið að því vísu að geta keypt sér þriðjudagspítsuna á Domino’s fyrir 1.000 krónur, en nú er verðið komið upp í 1.100 krónur og nemur hækkunin því tíu prósentum.

Í nýlegri frétt Mannlífs var verð á þriðjudagstilboðum Domino’s og pítsustaðarins Spaðans borið saman. Það var gert þegar verð Domino’s var enn 1.000 krónur, fyrir miðstærð af pítsu (12 tommur) með þremur áleggstegundum, á meðan tilboð Spaðans hljóðar upp á stóra pítsu (16 tommur) af matseðli á 1.600 krónur.

Útreikningar leiddu í ljós að tilboð Spaðans var hagstæðara, út frá stærð flatbakanna og fjölda áleggstegunda miðað við verð. Nú, eftir verðhækkun Domino’s, er Spaðinn því kominn með enn meira forskot.

Það skýtur því skökku við þegar Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s á Íslandi, segir í viðtali við Vísi í dag að þrátt fyrir hækkunina sé Domino’s enn með besta dílinn.

Magnús segir í viðtalinu að ef haldið hefði verið í við verðlag í landinu, miðað við launavísitölu og verðlagsvísitölu, hefði verðið á tilboðinu átt að vera komið upp í 1.400 krónur.

- Auglýsing -

16” pítsa er 77,8% stærri en 12” pítsa. Það þýðir að Spaðapítsan hefði þurft að kosta 1.778 krónur eða meira til að vera dýrari en Domino’s – og það fyrir verðhækkun síðarnefnda veitingastaðarins.

Eftir verðhækkun Domino’s þyrfti þriðjudagstilboð á Spaðanum að kosta 1.956 krónur til þess að Domino’s væri með hagstæðara tilboðið af stöðunum tveimur. Tilboð Spaðans hljóðar hins vegar áfram upp á 1.600 krónur og er því töluvert ódýrara þegar upp er staðið.

Það vekur nokkra athygli að forstjóri Domino’s hafi ekki haft fyrir því að reikna dæmið til enda. Hvort það sé klaufaskapur eða ásetningur skal látið liggja milli hluta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -