Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Dr. Mads Gilbert með fyrirlestur í Háskólabíói – Starfaði á Gaza í miðjum árásum Ísraela

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagið Ísland-Palestína boðar til tveggja opinna funda á Íslandi með Dr. Mads Gilbert, heimsþekktum lækni og baráttumanni fyrir Palestínu. Dr. Gilbert mun flytja fyrirlestur með yfirskriftinni: „Gaza 2024: A catastrophic man-made disaster. What can we do? 

Mads Gilbert verður með fyrirlestur í Háskólabíói, í kvöld klukkan 20:00 og síðan á Akureyri tveimur dögum síðar, í Menningarhúsinu Hofi 29 maí klukkan 19:30 Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

En hver er Mads Gilbert?

Í fréttatilkynningu frá samtökunum Ísland-Palestína segir eftirfarandi:

Dr. Mads Gilbert er margverðlaunaður norskur læknir og prófessor emeritus. Hann er sérfræðingur í svæfinga-og bráðalækningum við The Arctic University of Norway og yfirlæknir á bráðamóttökunni á háskólasjúkrahúsinu í Tromsö í Noregi.Frá árinu 1981 hefur Mads verið verið virkur í samstöðu með Palestínumönnum,sérstaklega á sviði heilbrigðismála og aðallega á Gaza síðustu tuttugu ár. Mads starfaði á Shifa sjúkrahúsinu á meðan á árásum Ísraelshers á Gaza stóð 2006, 2009, 2012 og 2014. Eftir 7. október 2023 ferðaðist hann til Egyptalands með neyðarskurðteymi NORWAC til að vinna á Gaza, en Ísraelsher meinaði honum aðgang að Gaza. Hann er höfundur bókanna „Eyes on Gaza“ og „Night in Gaza“. Árásir Ísraelshers á Gaza hafa staðið yfir í sjö mánuði. Nýjustu tölur herma að 34.500 manns hafa verið myrtir í loftárásum, þar af eru yfir 13 þúsund börn. Þúsundir barna liggja enn undir rústum heimila sinna en meðalaldur fórnarlambanna er 5 ár. Ísrael hefur lokað nær algjörlega fyrir flutning á vatni, mat, eldsneyti, rafmagni og öðrum nauðsynjum. Nær öll sjúkrahús eru eyðilögð og allir 12 háskólar Gaza eru rústir einar. Læknar framkvæma aðgerðir án verkjalyfja, börn deyja af næringaskorti og af 2.2 milljónum íbúum Gaza eru 1.7 milljón manns á vergangi og þar af minnst 17 þúsund munaðarlaus börn. Ísrael hefur eyðilagt nær alla innviði Gaza, lokað fólkið af án flóttaleiða og lætur sprengjum rigna yfir fólk á flótta. Aldrei hafa fleiri starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna né blaðamenn verið drepnir á svona stuttum tíma.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -