- Auglýsing -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá vinnuslysi sem henti í hverfi 105 er þyrstur einstaklingur drakk eiturefni í misgripum fyrir vatn. Var hann fluttur á slysadeild en ekki er vitað um frekari líðan hans.
Þá barst tilkynning vegna hnífaáráasar í póstnúmeri 103. Reyndi meintur árásarmaður að flýja undan lögreglu á tveimur jafnfljótum, en mislukkaðist það hrapalega. Hann var færður í fangavist. Fórnarlambið hlaut minniháttar áverka eftir hnífaárásina.