Föstudagur 12. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Dularfullt dýr dró Sigurð á þriggja sjómílna hraða: „Ég var allan tímann svolítið spenntur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjómaður á Borgarfirði eystri vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þar sem hann fiskaði á trillunni Sunnutindi. Skyndilega festist óþekkt dýr á línuna og hóf að draga bátinn áfram.

Sigurður Hannesson, sjómaður á Borgarfirði eystri, lenti í ævintýrum í nóvember 1993, þegar hann sigldi út á sjó á trillunni Sunnutindi. Dýr af óþekktri tegund festist á línuna hjá honum og dróg hann áfram á um þriggja sjómílna hraða. Þrátt fyrir þetta sagðist Sigurður ekki hafa verið skelkaður, heldur frekar spenntur, enda Borgfirðingar ekki þekktir fyrir að kippa sér upp við smámuni. Dýrið kom aldrei upp úr sjónum og því vissi Sigurður ekki hvaða dýr þetta gat hafa verið en giskaði á hrefnu.

DV fjallaði um hið dularfulla mál á sínum tíma en hér fyrir neðan má lesa þá frétt:

Trilla dregin á þriggja sjómílna hraða af óþekktu dýri

Ég var frekar forvitinn en hræddur

-segir Sigurður Hannesson, sjómaður á Borgarfirði eystra


„Ég veit ekki hvað það var sem festist á línuna. Ég var nýbyrjaður að draga síðasta bjóðið þegar skyndilega tók í línuna. Ég vissi náttúrulega ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Ég batt línuna bara fasta og leyfði kvikindinu að draga mig eins og það vildi. Dýrið dró mig alveg upp undir þriggja mílna ferð í nærri klukkutíma,“ segir Sigurður Hannesson, sjómaður á Borgarfirði eystra, sem lenti í því að vera dreginn af einhverju dularfullu dýri þar sem hann var við veiðar á trillunni Sunnutindi. Sigurður var einsamall við veiðarnar en varð ekkert hræddur, fremur forvitinn að vita hvaða dýrategund þetta væri. „Mér fannst engin ástæða til að skera á en það hefði verið fljótgert ef þurft hefði. Ég var allan tímann svolítið spenntur að sjá hvað þetta væri. Ég sá dýrið aldrei koma upp úr sjónum. Það var reyndar svo mikil kvika að það hefði verið illmögulegt. Mér datt fyrst í hug hrefna því maður er alltaf að sjá hana hérna,“ segir Sigurður sem ekki varð meint af og er búinn að jafna sig eftir ævintýrið. Trillan er í eigu Kára Borgars Ásgrímssonar. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -