Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Dularfullt mannshvarf í miðju skipsstrandi – Thomas Bjerco strandaði á Eyjafjallasandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í marsmánuði árið 1973 strandaði hið danska flutningaskip Thomas Bjerco á Eyjafjallasandi. Tókst að koma allri áhöfninni, sem taldi 11 manns frá borði að undanskildum einum, honum John Albech Adelund, sem þorði ekki frá borði. Var því ákveðið að koma öllum nema honum, fyrsta vélstjóra og skipstjóranum frá borði og sækja síðustu þrjá síðar. Þegar sækja átti þremenninganna fannst John Albech ekki.

Tíminn sagði svo frá strandinu:

Dularfullt mannshvarf við Eyjafjallasand: DANSKT SKIP STRANDAÐI. EINN SKIPVERJA TÝNDUR

Reykjavík. Á föstudagskvöldið um klukkan níu strandaði danska flutningaskipið, Thomas Bjerco frá Árósum, á Eyjafjallasandi fyrir vestan Holtsós. Var skipið í leiguflutningum á vegum Hafskips og var það á leið til Reykjavíkur með um 500 lestir af vörum, mest japanska bíla. Björgunarsveitir frá Vestur-Landeyjum og Hvolsvelli fóru þegar til aðstoðar og skip lónuðu fyrir utan strandstaðinn. Áhöfn skipsins var 11 menn, og var ákveðið skömmu eftir strandið, að senda 9 þeirra í land í gúmmbáti. Þegar til kom þorði einn skipverja ekki að fara í bátinn, en nokkur kvika var þá við skipshlið. Fékk þá maður þessi leyfi til að vera eftir um borð ásamt skipstjóranum og 1. vélstjóra. Þegar þessir tveir menn ætluðu að yfirgefa skipið fannst maðurinn hvergi, þrátt fyrir víðtæka leit þeirra um borð.

Við náðum í gærmorgun tali af séra Halldóri Gunnarssyni, sóknarpresti að Holti undir Eyjafjöllum, en hann var á strandstaðnum alla nóttina. Sagði hann okkur, að búið væri að fara aftur út í skipið og leita að þessum manni, sem er fertugur Kaupmannahafnarbúi, en hann hefði ekki fundizt þar. Einnig væri búið að ganga fjörur og leita þarna í næsta nágrenni, en allt hefði komið fyrir ekki. Væri hvarf þessa manns undarlegt í alla staði. Halldór sagði okkur, að þegar bátnum með mönnunum 8 um borð var ýtt frá skipinu, hefði þetta litið illa út í fyrstu, því að báturinn sogaðist út og var mesta mildi, að ekki fór verr en á horfðist í fyrstu. Halldór sagði, að veður á strandstaðnum væri gott. Margt manna hefði verið á staðnum í morgun. Þar á meðal væri menn frá Björgun, og væru þeir að kanna aðstæður til að bjarga skipinu eða bílunum úr þvi. Stórt gat er komið á síðuna sjávarmegin, en skipið liggur þarna flatt fyrir á rifi í um það bil 150 til 200 metra frá landi. Skipbrotsmönnunum líður öllum vel, en þeim hefur verið komið fyrir á bæjum þarna í nágrenninu.

Lík Johns Albech, fannst 1. apríl sama ár á söndunum vestan við Dyrhólaey. John var 45 ára að aldri.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 15. júlí 2022.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -