Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Eftirförin skilur eftir sig tugmilljóna króna tjón á lögreglubílum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tjón á lögreglubílum vegna eftirfarar sem endaði með árekstri síðastliðinn föstudag hleypur sennilega á tugum milljóna króna, samkvæmt yfirlögfræðingi hjá ríkislögreglustjóra. Mbl greinir frá þessu.

Um er að ræða bæði bíla lögreglu og sérsveitar, en minnst þrír bílar skemmdust töluvert í árekstrinum sem varð í nágrenni við Mjódd. Einn bílanna er sérútbúinn bíll sérsveitar.

Eftirförin hófst eftir að ökumaður þeirra bifreiðar sem stöðva átti virti stöðvunarmerki lögreglu að vettugi. Málið tengist umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þar sem lagt var hald á bæði mikið magn fíkniefna og fjármuna. Tíu voru handteknir í tengslum við rannsóknina sem snýr að fíkniefnalagabrotum og peningaþvætti. Fimm þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, allt íslenskir karlmenn. Lögregla framkvæmdi meðal annars húsleit á Gamla enska barnum í Hafnarfirði, en einn sakborninga, Ólafur Ágúst Hraundal, rekur staðinn. Ólafur Ágúst var höfuðpaurinn í Stóra fíkniefnamálinu um aldamótin. Það var hann sem lögregla veitti eftirför síðastliðinn föstudag.

„Enn er verið að meta tjónið á öku­tækj­un­um, en það er ljóst að það hleyp­ur á tug­um milljóna,“ segir Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Mbl. Hann segir að nú sé verið að skoða hvort gera eigi kröfu í lögboðna ábyrgðartryggingu bíls ökumannsins sem veitt var eftirför og olli árekstrinum, vegna tjónsins á lögreglubílunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -