Að sögn vitna er nú mikill viðbúnaður á gatnamótum Kópavogs og Breiðholts við Mjóddina. Segja vitni að sérsveitabílar hafi verið á vettvangi, auk lögreglu- og sjúkraflutningabíla.
Varðstjóri slökkvuliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Mannlíf að sjúkrabíll hefði verið kallaður á vettvang. Hann gat lítið tjáð sig um málið að svo stöddu.
„Það fór sjúkrabíll að athuga með einn ökumann, það er eiginlega það eina sem ég get sagt þér“. Ekki var hægt að fá það staðfest hvort sérsveit væri á vettvangi.
Töluverðar skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl er þeir veittu ökumanni pallbíls eftirför í dag. Eltingaleikurinn hófst þegar ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu en endaði eftirförin á móts við Stekkjarbakka, skammt frá Mjóddinni. Líkt og Mannlíf greindi frá í morgun var sjúkraflutningabíll kallaður út en engin slys urðu á fólki. Ökumaðurinn var handtekinn og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Fréttin hefur verið uppfærð.