Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Eftirlitsmyndavélar skiptu sköpum í nauðgunardómi: „Ég sést rása þar sem ég geng með honum burt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýverið var karlmaður dæmdur fyrir nauðgun í Landsrétti, sem átti sér stað árið 2019. Landsréttur staðfesti tveggja og hálfs árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir manninum fyrir gróft kynferðisbrot gegn konu sem gat enga björg sér veitt sökum ölvunar og svefndrunga.

Maðurinn heitir Augustin Dufatanye, en er betur þekktur undir nafninu Auggie Duffy. Hann gengur enn laus og erfitt hefur reynst fyrir brotaþola hans að fá upplýsingar er lúta að dómnum og yfirvofandi fangelsisvist. Hún segist upplifa mikinn ótta við það að geta rekist á manninn sem braut á henni hvar og hvenær sem er. Samkvæmd heimildum Mannlífs hefur Auggie Duffy nú áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.

 

Þriggja ára barátta

Þegar blaðamaður Mannlífs sest niður með konunni sem Auggie Duffy var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega, er strax ljóst að um er að ræða konu uppfulla af baráttuvilja, þrátt fyrir þá þrekraun sem hún hefur þurft að ganga í gegnum. Þrekraun sem enn hefur ekki tekið enda. 

Hún segist vilja segja sögu sína til þess að vara sem flestar konur við manninum sem um ræðir. 

Síðustu þrjú ár í lífi konunnar hafa einkennst af baráttu í gegnum lögreglurannsókn og tvö dómstig, með allri þeirri óvissu, streitu og álagi sem því fylgir. Hún lýsir því hvernig henni þyki kerfið ekki styðja við þolendur og upplýsingaleysið sem fylgi því að vera vitni í sínu eigin nauðgunarmáli valdi mikilli sálarangist og óöryggi.

- Auglýsing -

 

Kvöldið sem breytti öllu

Kvöldið sem breytti lífi konunnar til frambúðar var í mars árið 2019. Henni hafði verið boðið í mat og drykk með samstarfsfélaga sínum frá því klukkan 12 um daginn. Allan daginn bauð samstarfsfélaginn upp á drykki og þau skemmtu sér vel. 

Konan fór mjög sjaldan út að skemmta sér, þar sem hún átti tvö ung börn á þessum tíma. Þennan dag átti því að sletta ærlega úr klaufunum og njóta þess út í ystu æsar. Þegar liðið var á kvöldið var konan orðin mjög ölvuð og hafði flakkað með samstarfsmanni sínum á milli bara, þar sem þau hittu vini og vandamenn. 

- Auglýsing -

Þau voru stödd á bar í miðbæ Reykjavíkur þegar hún hitti Auggie Duffy í fyrsta skipti, manninn sem átti eftir að vera dæmdur fyrir að brjóta gróflega á henni kynferðislega um nóttina. 

Augustin Dufatanye, eða Auggie Duffy.

Eftirlitsmyndavélar skiptu sköpum

Upptökur eftirlitsmyndavéla úr miðbæ Reykjavíkur reyndust meðal mikilvægra gagna sem leiddu til sakfellingar Auggies. Þær sýna að fyrsta skipti sem konan átti samskipti við hann hafi verið upp úr klukkan 22 um kvöldið á barnum. Þá var hún augljóslega orðin mjög drukkin. Hann var einsamall.

Upptökur sýna konuna ganga um, dansa og tala við fólk á barnum. Hún leggur töskuna sína á gólfið, nálægt stól þar sem Auggie situr. Það sýnir hve ringluð hún er orðin á þessum tímapunkti, að hún er nokkrum sekúndum síðar búin að gleyma því hvað hún gerði við töskuna. 

„Ég er þarna gangandi um að leita, þegar hann grípur í mig og sýnir mér töskuna. Ég tala þá við hann í smá stund, því hann er náttúrlega búinn að aðstoða mig þarna. Samkvæmt bæði upptökunum og barþjóninum á staðnum var ég mjög drukkin, spjallandi við alla og svoleiðis.“

Á upptökunum sést konan síðan taka töskuna sína, fara út og yfir götuna á annan bar.

„Ég fer á þann bar, vegna þess að vinur minn var að vinna þar. Hann sést síðan elta mig þangað. Ég panta mér vínglas á barnum og svo er hann augljóslega kominn þarna til mín, svo ég panta viskí handa honum. Þetta voru einu drykkirnir sem ég pantaði yfir allan þennan dag. Fram að þessu hafði samstarfsmaður minn greitt fyrir allt.“

 

Reyndi að fá hana burt með sér

Barþjónninn á seinni barnum lýsti því síðar fyrir konunni og dómnum að á þessum tímapunkti hefði Auggie þegar verið farinn að reyna að fá hana með sér í burtu frá vinum hennar.

En ég var mjög ákveðin og sagðist ekki ætla að gera neitt slíkt.“

Eftir þetta fór konan aftur á fyrri barinn og Auggie síðan einhverju síðar. Hún segir að einhver tími hafi liðið þar sem hún var á barnum, en að svo í kringum klukkan eitt eftir miðnætti sjáist hún á upptökunum reyna með erfiðismunum að klæða sig í kápuna sína. Hún talar við yfirmann sinn og sést því næst yfirgefa barinn.

„Ég verð augljóslega mjög ringluð þarna fyrir utan, held enn þá á drykk og kem síðan aftur inn á barinn.“

Hún segist ekki muna neitt af þessum atburðum, heldur sé þetta eitthvað sem hún hafi séð á öryggismyndavélunum, sem og hlutir sem lögreglan hafi sagt henni frá.

„Síðan fer ég aftur yfir á seinni barinn og það sést hvað ég er ölvuð, ég missi töskuna mína, hrasa út um allt og svoleiðis. Síðan fer ég út aftur vegna þess að vinur minn bendir mér á leigubíl og segir mér að taka hann.“

Konan nær augljóslega ekki að koma sér í leigubílinn. Þá sést hvar Auggie kemur út af fyrri barnum og gengur til hennar. 

„Hann kemur og gefur mér fimmu. Þarna er hann búinn að vinna undirbúningsvinnuna með því að kynnast mér örlítið, bara nóg til þess að hann sé ekki alveg ókunnugur. Þannig að hann sé góði gæinn.“

Auggie segir eitthvað við konuna og eftir það fara þau á þriðja barinn, sem konan segist annars aldrei hafa farið á. 

Konan sést koma út af barnum, ráfandi fram og til baka, talandi við hinn og þennan. Hún sést síðan fara aftur inn á barinn en henni er vísað út. 

„Þá kemur hann til mín og segir eitthvað við mig. Ég sést rása þar sem ég geng með honum burt. Eftir þetta hverfum við úr sjónmáli. Við vitum í raun ekki nákvæmlega hvað gerist eftir það.“

 

Greinina, sem inniheldur viðtal við brotaþola og frásagnir annarra heimildarmanna tengdum sakamanninum, má í heild sinni lesa í nýjasta tímariti Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -